Hagsmunir vegna hvalveiða verði metnir

mbl.is/ÞÖK

Átta stjórn­ar­and­stöðuþing­menn hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi þess efn­is að fjár­mála- og efna­hags­ráðherra láti fara fram mat á heild­ar­hags­mun­um Íslands vegna hval­veiða í ís­lenskri lög­sögu.

Metn­ir verði efna­hags­leg­ir og viðskipaleg­ir hags­mun­ir, hags­mun­ir sjáv­ar­út­vegs og ferðaþjón­ustu sem og áhrif hval­veiða á stöðu Íslands á alþjóðavett­vangi og á sam­skipti við ein­stök ríki.

Lagt er til að ráðherra skili Alþingi skýrslu um heild­ar­hags­muna­matið fyr­ir árs­lok 2014.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir að veiðar á langreyð séu stundaðar af einu fyr­ir­tæki, Hval hf., frá maí og fram á haust. Veiðarn­ar séu um­deild­ar þar sem langreyður er á lista CITES yfir dýr í út­rým­ing­ar­hættu.

„Sterk krafa er í Banda­ríkj­un­um um refsiaðgerðir gegn Íslandi og Banda­ríkjaþing hef­ur virkjað hinn svo­kallaða Pelly-viðauka sem veit­ir for­set­an­um rétt til að ákv­arða aðgerðir á borð við viðskiptaþving­an­ir,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Þing­menn­irn­ir eru þau Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, Svandís Svavars­dótt­ir, Björt Ólafs­dótt­ir, Birgitta Jóns­dótt­ir, Katrín Júlí­us­dótt­ir, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, Ótt­arr Proppé og Össur Skarp­héðins­son.

mbl.is