Sömdu við Reykjavíkurborg

mbl.si/Eggert

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, stærsta einstaka bæjarstarfsmannafélagið innan BSRB, undirritaði í nótt nýja kjarasamninga við Reykjavíkurborg. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2014 og til loka apríl 2015. Laun hækka að lágmarki um 2,8% og ekki minna en 8000 kr. á mánuði fyrir dagvinnu í fullu starfi.

Þetta var fyrsti vöfflubakstur aprílmánaðar í húsi ríkissáttasemjara.

Tvær eingreiðslur verða greiddar, ein við upphaf samningstíma að upphæð 14.600 kr. og önnur 1. febrúar 2015 að upphæð 20.000 kr., desemberuppbót hækkar í 79.500 kr. og orlofsuppbót verður 39.500. Þá er kveðið á um breytingar á launatöflu og vaktafyrirkomulagi auk þess sem framlag til starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóða hækkar um 0,1% frá 1. febrúar 2014, að því er segir í tilkynningu frá BSRB.

Helstu atriði hins nýja samnings eru:

  • að laun hækki um 2,8% eða að lágmarki 8000 kr. fyrir dagvinnu miðað við fullt starf
  • eingreiðsla að upphæð 14.600 kr. greiðist við upphaf samnings miðað við að starfsmaður sé í fullu starfi en annars hlutfallslega
  • í lok samningstímans bætist við eingreiðsla upp á 20.000 kr. miðað við full starf
  • desemberuppbót verður á samningstímanum 79.500 kr.
  • orlofsuppbót verður á samningstímanum 39.500 kr.
  • breytingar verða gerðar á vaktafyrirkomulagi starfsfólks sem vinnur á reglubundnum vöktum alla daga ársins
  • framlag til starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóða hækkar um 0,1% frá 1. febrúar 2014
  • gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2014 til 30. apríl 2015

Nánar hér.

mbl.is