Sprautufíklarnir skipta hundruðum

Vinsæl lyf meðal fíkla. Sá sem selur slík lyf á …
Vinsæl lyf meðal fíkla. Sá sem selur slík lyf á svörtu þarf ekki að hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni mbl.is/Golli

Eng­ar op­in­ber­ar töl­ur eru til um það frá Land­spít­al­an­um hversu marg­ir sprautufíkl­ar eru á Íslandi en það er upp­lif­un þeirra sem koma að meðferðarúr­ræðum þeirra að þeir séu á bil­inu 200-500. Það eru helst lyf­seðils­skyld lyf sem eru notuð af fíkl­um hér enda óheyri­lega dýrt að kaupa hörð fíkni­efni á Íslandi eft­ir hrun. Efna­hagskrepp­an hafði jú áhrif á ólög­lega markaðinn, ekki bara þann lög­lega.

Á hverju ári deyja fleiri af of stór­um skammti lög­legra lyfja í Banda­ríkj­un­um en af kókaín- og heróínn­eyslu sam­an­lagt eða um 15 þúsund manns. Á Íslandi deyja ár­lega 14-15 úr ofskömmt­un ávana­bind­andi lyfja sem er svipað hlut­fall og í Banda­ríkj­un­um.

10% af lyfj­un­um fara beint á svart­an markað

Um 10% af þeim metýl­fenídat lyfj­um (rítalín er eitt þekkt­asta þeirra) sem ávísað er hér á landi fer beint í sölu á svört­um markaði, það er til fíkni­efna­neyt­enda. Um fimm þúsund Íslend­ing­ar fá slík lyf á hverju ári.

Mis­notk­un á lyf­seðils­skyld­um lyfj­um er ekk­ert sér ís­lenskt fyr­ir­bæri en það sem er sér­stakt við ís­lenska markaðinn er að sprautufíkl­ar virðast að mestu halda sig við slík lyf. Þar get­ur skipt máli hversu dýr sterk eit­ur­lyf eru á Íslandi og að þeir sem eru háðir slík­um lyfj­um hafi ein­fald­lega flúið land í kjöl­far hruns­ins. Aft­ur á móti er það staðreynd að heróín þekk­ist ekki á Íslandi og hef­ur nán­ast aldrei þekkst hér. Eins virðist það ekki flækj­ast fyr­ir fíkni­efna­smygl­ur­um að flytja allskon­ar eit­ur­lyf hingað til lands þrátt fyr­ir hátt verðlag og gjald­eyr­is­höft.

Ekki er haldið utan um hversu marg­ir lát­ast af völd­um of stórra lyfja­skammta á Íslandi, held­ur er slíkt ein­ung­is skoðað sér­stak­lega þegar um rétt­ar­mein­a­rann­sókn er að ræða. Þrjú slík til­vik hafa komið upp á und­an­förn­um dög­um, það er krufn­ing þriggja ungra karla leiddi í ljós að dánar­or­sök­in var lækna­dóp. Þegar talað er um lækna­dóp í grein­inni er átt við lyf­seðils­skyld lyf sem eru mis­notuð af fíkl­um.

Í rann­sókn sem Guðrún Dóra Bjarna­dótt­ir, lækn­ir á Land­spít­al­an­um, vinn­ur að kem­ur í ljós að flest­ir fíkl­ar kjósa rítalín þegar þeir velja sér efni til þess að sprauta sig í æð með. 88% þeirra rúm­lega eitt hundrað fíkla sem Guðrún Dóra ræddi við í tengsl­um við rann­sókn­ina höfðu sprautað sig með rítalíni eða öðrum metýl­fenídat lyfj­um síðustu þrjá­tíu dag­ana áður en þeir fóru í meðferð. Enn fleiri höfðu tekið slík efni annaðhvort í gegn­um munn eða nös eða 92%. Am­feta­mín kem­ur næst rítalín­inu að vin­sæld­um meðal sprautufíkla en 70% aðspurðra í rann­sókn­inni sögðust hafa sprautað sig með am­feta­míni og 43% með ópíöt­um (verkjalyfj­um) síðustu 30 daga.

Rítalín er örv­andi lyf í flokki metýl­fenídat lyfja og er eitt þriggja lyfja í þeim flokki sem er mis­notað hér. Til ein­föld­un­ar er rítalín notað í grein­inni sem sam­heiti yfir þau lyf.

Fólk sem er háð lækna­dópi tek­ur rítalín á þrenns kon­ar hátt: í sprautu­formi, tek­ur inn töfl­ur eða myl­ur þær og tek­ur í nös. Áhrif­in ekki ósvipuð og blanda af am­feta­míni og kókaíni.

Dagskammt­ur­inn kost­ar yfir 100 þúsund

Verð á rítalíni og öðrum sam­bæri­leg­um efn­um hef­ur hækkað mikið í heim­in­um und­an­far­in ár og senni­lega mest á Íslandi þannig að það er gríðarleg­ur kostnaður sem fylg­ir fíkn­inni. Þeir sem sprauta sig með rítalíni og svipuðum efn­um þurfa að sprauta sig mjög oft yfir sól­ar­hring­inn, yf­ir­leitt 15-20 stinn­um og fara um tvær rítalín­töfl­ur í hvert skot. Miðað við götu­verð á slík­um lyfj­um er hægt að áætla að hvert skot kosti viðkom­andi sjö þúsund krón­ur. Inni í þeirri tölu eru ekki önn­ur efni sem sprautufíkl­ar nota með rítalín­inu. Það er les­and­ans að ímynda sér hvernig viðkom­andi fjár­magn­ar slíka neyslu. En það er ör­uggt að sá sem ann­ast sölu á þess­um efn­um þarf ekki að taka marg­ar auka­vakt­ir í vinn­unni til þess að láta enda ná sam­an.

Svo virðist sem rítalín valdi mjög mik­illi fíkn meðal þeirra sem mis­nota það í æð og til­finn­ing­in þegar það berst inn í blóðrás­ina ólýs­an­leg, svo þeirra eig­in orð séu notuð. En gleðin er skamm­vinn og stutt í að viðkom­andi þarf að huga að næsta skammti. Am­feta­mín­vím­an var­ir mun leng­ur en á sama tíma þá er það ekki fram­leitt í lög­leg­um eft­ir­lits­skyld­um lyfja­verk­smiðjum þannig að fík­ill­inn veit aldrei hversu gott efnið er.

Kynja­hlut­fall ís­lenskra sprautufíkla er jafn­ara í rann­sókn Guðrún­ar Dóru en víðast hvar ann­ars staðar þar sem slík­ar rann­sókn­ir hafa verið gerðar. Í flest­um slík­um rann­sókn­um hafa tveir þriðju sprautufíkl­anna verið karl­ar á meðan svipað hlut­fall kvenna og karla mis­not­ar lyf með þess­um hætti hér á landi sam­kvæmt úr­tak­inu í rann­sókn Guðrún­ar Dóru. Meðal­ald­ur ís­lenskra sprautufíkla er 33 ár en taka þarf fram að þeir sem eru byrjaðir að mis­nota lyf með þess­um hætti eru yf­ir­leitt langt leidd­ir í fíkn sinni og ekki vitað hvort byrjað er að venja börn og ung­linga á neyslu með þeim hætti í mikl­um mæli.

ADHD al­geng­ur sjúk­dóm­ur meðal Íslend­inga

Mjög al­gengt er að fólk sem berst við fíkn er í grunn­inn með ADHD en hef­ur því miður oft ekki fengið rétta meðhöndl­un á sín­um yngri árum, leiðst út í fíkni­efna­neyslu meðal ann­ars vegna hvat­vísi sem ein­kenn­ir oft þá sem eru með ADHD.

Þess­ir ein­stak­ling­ar geta hins veg­ar ekki fengið meðferð við ADHD í dag með rítalíni eða sam­bæri­leg­um lyfj­um þar sem þeir eru fíkl­ar og hafa mis­notað efnið.

Hlut­fall þeirra sem hafa verið greind­ir með ADHD-sjúk­dóm­inn hér á landi er mun hærra held­ur en í ná­granna­lönd­un­um og virðist al­geng­ara að lyf séu notuð við sjúk­dómn­um hér en ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um.

Velta lækn­ar og sál­fræðing­ar því fyr­ir sér hvort það geti verið að sjúk­dóm­ur­inn sé of­greind­ur hér á landi en í ein­hverj­um til­vik­um hef­ur komið í ljós að þegar nán­ar er að gáð þá er viðkom­andi ekki með ADHD líkt og fyrsta mat benti til.

Það má hins veg­ar ekki gleym­ast að flest­ir þeirra sem greind­ir eru með ADHD eru sann­ar­lega með sjúk­dóm­inn en ADHD þjáir jafnt börn sem full­orðna.

„ADHD er arf­geng taugarösk­un, sem veld­ur mis­mik­illi trufl­un á m.a. ein­beit­ingu, virkni og skap­stjórn. Meiri­hluti þeirra, sem þjást af þess­um kvilla í bernsku og á unglings­ár­um, hef­ur ein­kenni áfram á full­orðins­ár­um, sem geta valdið veru­legri trufl­un á öll­um sviðum lífs­ins. Rann­sókn­ir hafa end­ur­tekið sýnt að full­orðnir með ADHD verða mik­ill baggi á heil­brigðis­kerf­inu, sér­stak­lega ef þeir fá ekki viðeig­andi meðferð og er þá oft­ast um lyfjameðferð að ræða. Meðal þess sem oft þjáir full­orðna ein­stak­linga með ADHD, sé ástandið ekki meðhöndlað, eru geðlægðir, geðhvarfa­sjúk­dóm­ar, kvíðarask­an­ir og áfeng­is- og vímu­efna­neysla. Full­orðnir ein­stak­ling­ar með ómeðhöndlað ADHD njóta stund­um hvorki hæfi­leika sinna né greind­ar í námi, starfi eða sam­skipt­um við aðra. Viðeig­andi lyfjameðferð get­ur bætt líðan þeirra á af­ger­andi hátt,“ seg­ir í grein sem Grét­ar Sig­ur­bergs­son geðlækn­ir ritaði í Morg­un­blaðið árið 2011.

Græða tugi til hundruð þúsunda á hverri pakkn­ingu

Lækn­ar hafa orðið var­ir við það að náms­menn hafa verið að nota rítalín í próf­lestri en notk­un­inni fylg­ir auk­in ein­beit­ing og orka, minni mat­ar­lyst og minni svefnþörf. Það get­ur hvaða lækn­ir sem er ávísað rítalíni en til þess að fá lyfið niður­greitt þarf viðkom­andi að vera með lyfja­skil­ríki frá Sjúkra­trygg­ing­um Íslands. En eins og einn lækn­ir orðaði það: „Fíkl­um og selj­end­um fíkni­efna er ná­kvæm­lega sama þó svo þeir þurfi að greiða aðeins hærra verð fyr­ir lyfið því hagnaður­inn af hverri pakkn­ingu skipt­ir tug­um þúsunda.“

Á sama tíma er hægt að hafa hundruð þúsunda upp úr krafs­inu á sölu á einni pakkn­ingu af sterk­ustu teg­und Contalg­ini hér á landi. Svipað verð fæst fyr­ir Oxycodo­ne. Það er því eft­ir ýmsu að slægj­ast.

Á net­inu er síðan hægt að fá leiðbein­ing­ar um hvernig eigi að lýsa sjúk­dóms­ein­kenn­um fyr­ir lækni. Erfitt er fyr­ir lækni að rengja viðkom­andi enda ekki mæl­an­leg­ur sjúk­dóm­ur. Hér á landi hafa komið upp dæmi þar sem for­eldr­ar fá grein­ingu fyr­ir börn sín og hafa síðan selt lyf­in. Eins að full­orðnir ein­stak­ling­ar hafi verið greind­ir með ADHD og hafi fengið lyf­inu fram­vísað og selt í kjöl­farið. Þetta er hins veg­ar ekki al­gengt en þar sem þessi lyf eru ekki flutt hingað inn ólög­lega þá bygg­ist markaður­inn á lyfja­á­vís­un­um hér á landi.

Hinn 7. mars fjallaði embætti land­lækn­is um átta ný­leg mál þar sem dauðsföll eru rak­in til sterkra verkjalyfja. Í flest­um til­vik­um er um að ræða fíkni­efna­neyt­end­ur sem leysa lyf­in upp og sprauta sig með þeim.

Hafa yf­ir­leitt fengið efnið hjá þriðja aðila

Magnús Jó­hanns­son, lækn­ir sem starfar meðal ann­ars við lyfja­eft­ir­lit hjá land­læknisembætt­inu, seg­ir að yf­ir­leitt sé um að ræða mis­notk­un á fleiri en einu lyfi og þegar viðkom­andi ein­stak­lingi er flett upp í lyfjagátt­inni koma nöfn þeirra ekki fyr­ir. Sem þýðir það eitt að þeir eru að fá þessi lyf ein­hvers staðar ann­ars staðar. Und­ir þetta tek­ur Guðrún Dóra en að sögn viðmæl­enda henn­ar höfðu þeir í fæst­um til­vik­um fengið lyfj­un­um ávísað sjálf­ir held­ur í gegn­um þriðja aðila. Ef ekki er hægt að rekja lyfið beint til viðkom­andi eru Magnús og starfs­bræður hans komn­ir í blind­götu og kom­ast ekki lengra með málið. Mjög sjald­gæft er að slík lyf séu flutt inn til lands­ins í þeim til­gangi að selja á svört­um markaði ef marka má það sem finnst við eft­ir­lit hjá toll­in­um. Dæmi eru þó um það, til dæm­is var spænskt rítalín í um­ferð í fyrra.

Tölu­vert er um inn­flutn­ing á ster­um og am­feta­míni en ekki rítalíni og morfín-lyfj­um eins og contalg­ini. Miðað við það virðast þau lyf sem fíkl­ar mis­nota á Íslandi nán­ast ef ekki al­farið koma frá lækn­um hér á landi. „Enda miklu auðveld­ara að fara til lækn­is,“ líkt og einn viðmæl­enda orðaði það.

Hjá land­lækni vinn­ur 3-6 manna teymi að slíku lyfja­eft­ir­liti en ekk­ert form­legt sam­starf er um slíkt eft­ir­lit á breiðum grund­velli þrátt fyr­ir að ekki sé vanþörf á. Það er að land­lækn­ir, Land­spít­al­inn, lög­regla, toll­gæsla og meðferðar­stofn­an­ir vinni sam­an að slíku eft­ir­liti og stuðli að eðli­legri lyfja­notk­un hér á landi.

Þrátt fyr­ir að rítalín og önn­ur metýl­fenídat lyf séu meira notuð hér held­ur en víðast hvar ann­ars staðar þá eru sterk verkjalyf af flokki ópí­ata, sem eru notuð við meðalsvæsn­um og mikl­um verkj­um, ekki meira notuð hér en í flest­um ná­granna­lönd­un­um. Morfín er mest notað, þá trama­dól en fenta­nýl og búpren­orfín reka lest­ina. Meðal verkj­astill­andi lyfja sem fíkl­ar nota eru morfín (contalg­in) og trama­dol (trama­dol, tra­mól, tra­dol­an, noblig­an, zytram) lyf.

Trama­dol hef­ur svipaða verk­un og morfín en ekki er nema rúmt ár síðan það varð eft­ir­rit­un­ar­skylt hér á landi líkt og önn­ur hættu­leg og ávana­bind­andi lyf. Það þýðir að áður gastu í raun gengið á milli lækna og fengið til­vís­un á það lyf án nokk­urra vand­kvæða.

Var bú­inn að fá lyf­in í 21 skipti án þess að það kæm­ist upp

Sem dæmi um slíkt má nefna konu sem fékk sím­tal frá apó­teki þar sem henni var greint frá því að sér­lyfið trama­dól væri ekki til sem verið væri að leysa út fyr­ir hana og hvort það væri í lagi að hún fengi sam­heita­lyf þess í stað. Kon­an var að von­um hissa þar sem hún hafði ekki notað viðkom­andi verkjalyf í mörg ár. Í ljós kom að maður­inn sem var að svíkja lyfið út þekkti til henn­ar og vissi að hún væri mjög bakveik og hefði fengi lyf vegna verkj­anna.

Hann hringdi í lækni og sagði að kon­an sín væri frá af verkj­um og hvort hún gæti ekki fengið trama­dól við verkj­un­um enda hefði það virkað best. Mann­in­um tókst að út­vega sér lyfið með þess­um hætti í 21 skipti eða allt þar til hann var svo óhepp­inn að lyfið var ekki til og því hringt í kon­una úr apó­tek­inu.

Að sögn Magnús­ar kom það í ljós fyr­ir tveim­ur eða þrem­ur árum að í 134 dauðsföll­um vegna ávana­bind­andi lyfja á ára­bil­inu 2002-2011 kom trama­dól, við sögu í 37 til­fell­um.

„Þetta er morfín­skylt verkjalyf sem sagt er lítið ávana­bind­andi og er tals­vert ávísað en greini­legt að marg­ir eru að mis­nota það með svona skelfi­leg­um af­leiðing­um, seg­ir í viðtali sem birt­ist í Lækna­blaðinu árið 2012. Í kjöl­farið hófst bar­átta fyr­ir því að koma lyf­inu á lista yfir eft­ir­rit­un­ar­skyld lyf og gekk það í gegn 1. janú­ar 2013.

Ef í ljós kem­ur að sjúk­ling­ar fá óvenju­mikið fram­vísað af lyfj­um er farið að skoða hvort lyf­in komi frá mörg­um lækn­um eða hvort það sé jafn­vel einn lækn­ir sem sjái viðkom­andi al­farið fyr­ir lyfj­um. Lyfja­eft­ir­lit­steymið hjá land­lækni fær slík­ar ábend­ing­ar úr ýms­um átt­um, svo sem frá lækn­um, aðstand­end­um, lög­reglu, meðferðar­stofn­un­um og apó­tek­um. Hóp­ur­inn send­ir lækn­um ábend­ing­ar þegar þurfa þykir.

Kom á óvart hversu mörg dauðsföll tengj­ast sterk­um verkjalyfj­um

Eft­ir­lit með lyfja­á­vís­un­um og notk­un sterkra verkjalyfja hef­ur auk­ist á und­an­förn­um árum. Til­gang­ur­inn er að sporna gegn mis­notk­un þeirra. Und­an­farið hef­ur Land­læknisembættið kannað átta dauðsföll sem rak­in eru til mis­notk­un­ar sterkra verkjalyfja. Flest­ir sem lét­ust eru fíkni­efna­sjúk­ling­ar sem leystu efn­in upp og sprautuðu sig.

„Það sem hef­ur kannski komið svo­lítið á óvart er hversu mörg dauðsföll tengj­ast sterk­um verkjalyfj­um, seg­ir Magnús og bend­ir á að sí­fellt bæt­ist við þekk­ing á lyfj­um og áhrif­um þeirra en hér áður hafi menn ekki gert sér grein fyr­ir því hveru ávana­bind­andi trama­dól væri. Talið var að það væri minna ávanda­bind­andi en önn­ur ópíöt-lyf en síðar kom í ljós að svo væri ekki, held­ur væri það mikið notað af fíkl­um,“ seg­ir Magnús.

Magnús seg­ir mis­jafnt hvort þeir sem lét­ust af völd­um verkjalyfja fengu þeim ávísað eða ekki. „Það er al­veg jafn al­gengt að viðkom­andi hafi ekki fengið þessu ávísað sjálf­ur. Það eru vís­bend­ing­ar um að um ein­hvers kon­ar mis­notk­un eða of­notk­un sé að ræða, að fólk sé að út­vega sér þetta hjá vin­um og kunn­ingj­um eða á svört­um markaði. Þetta er viðvar­andi vand­mál sem hef­ur alltaf fylgt þess­um sterku verkjalyfj­um.“

 Nauðsyn­legt að sam­ræma eft­ir­lit og auka

Magnús seg­ir nauðsyn­legt að vera með ein­falt eft­ir­lit­s­kerfi með ávís­un­um lyfja líkt og víða er komið í öðrum lönd­um. Til dæm­is sé varað við því ef viðkom­andi sjúk­ling­ur er þekkt­ur fík­ill eða sölumaður fíkni­efna.

Mjög sjald­gæft er að lækn­ar séu svipt­ir leyfi til þess að fram­vísa lyfj­um enda fá slík mál sem koma til kasta eft­ir­lits­ins. Þó koma 1-2 slík til­felli upp ár­lega. Þetta get­ur skipt sköp­um hvað varðar framtíð viðkom­andi lækn­is en sem dæmi má taka að geðlækn­ir sem ekki hef­ur heim­ild til þess að fram­vísa lyfj­um á erfitt með að starfa. Flest­ir þeirra lækna sem hafa fram­vísað óeðli­lega miklu magni af lyfj­um eru eldri lækn­ar sem oft telja sig vera að aðstoða viðkom­andi ein­stak­ling sem eigi bágt. En slík­ur greiði er bjarn­ar­greiði því lyf­in geta síðan gengið kaup­um og söl­um og kostað ein­hvern lífið.

Eins hafa komið upp til­vik þar sem lækn­um hef­ur verið hótað af fíkl­um ef þeir hafa neitað þeim um lækna­dóp. Til að mynda hafa þeir fengið viðvar­an­ir eins og: ég veit í hvaða skóla dótt­ir þín er. Eins glíma ein­hverj­ir lækn­ar við fíkn líkt og fólk úr öll­um öðrum stétt­um þjóðfé­lags­ins.

Í viðtali við Magnús og fleiri úr eft­ir­lit­steymi land­lækn­is við Lækna­blaðið kem­ur fram að áhersl­ur þeirra við lyfja­eft­ir­litið hafi beinst að því að finna þá ein­stak­linga sem eru að fá ávana­bind­andi lyf hjá mörg­um lækn­um en einnig að finna þá lækna sem telja verður að ávísi slík­um lyfj­um í óhófi. „Við get­um varað lækn­ana við þess­um sjúk­ling­um og haft sam­band við þá sem við telj­um að séu að ávísa í óhófi. Oft­ast er það gert í góðri trú lækn­is­ins og við get­um þá hjálpað þeim að draga úr lyfja­á­vís­un­um til þess­ara ein­stak­linga.“

Þau benda á að mis­notk­un ávana­bind­andi lyfja og blekk­inga­leik­ur fíkla gagn­vart lækn­um sé ekki sér­ís­lenskt fyr­ir­brigði. „Það hef­ur verið rann­sakað í Svíþjóð að 1-2% þeirra sem fá ávísað ávana­bind­andi lyfj­um eru að mis­nota þau og/​eða selja öðrum.“

Hætta á HIV og lifr­ar­bólgu C með skít­ug­um spraut­um

Í ný­legri grein sem eft­ir­lit­steymið skrif­ar í Lækna­blaðið kem­ur fram að svefn­lyf og ró­andi lyf eru mun meira notuð hér á landi en ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um.

Þessi mikla notk­un svefn- og ró­andi lyfja á Íslandi á sér að minnsta kosti 35 ára sögu og er veru­legt áhyggju­efni. Þessi lyf eru ekki og voru aldrei ætluð nema til skamm­tíma­notk­un­ar,“ seg­ir í grein þeirra. Flest bend­ir til að svefn­lyf og ró­andi lyf hafi verið of­notuð og mis­notuð á Íslandi ára­tug­um sam­an og heild­ar­notk­un­in hér er marg­föld á við það sem þekk­ist í ná­læg­um lönd­um.

Magnús seg­ir nauðsyn­legt að fólk geri sér grein fyr­ir því hversu hættu­leg þessi mis­notk­un á rítalíni er. Þeir sem mis­noti lyfið þurfi að sprauta sig oft yfir dag­inn. Það eyk­ur sýk­ing­ar­hættu vegna óhreinna sprautu­nála marg­falt. Þessu fylg­ir síðan stór­auk­in tíðni HIV-smita og lifr­ar­bólgu C.

Á síðustu 30 árum hafa 311 ein­stak­ling­ar greinst með HIV-smit á Íslandi og 67 með al­næmi (AIDS).
Af 311 HIV-greind­um eru 38% gagn­kyn­hneigðir, 37% sam­kyn­hneigðir, 20% fíkni­efna­neyt­end­ur.

Ell­efu greind­ust með HIV-smit á Íslandi árið 2013 og einn með al­næmi. Eru það held­ur færri en síðustu ár á und­an þegar um tutt­ugu manns greind­ust á ári. Af þeim ell­efu sem greind­ust með HIV eru fimm sam­kyn­hneigðir, fimm gagn­kyn­hneigðir og einn fíkni­efna­neyt­andi. Um er að ræða átta karla og þrjár kon­ur á aldr­in­um frá 21 árs og upp í 55 ára. Þetta kem­ur fram í töl­um frá embætti land­lækn­is.

Har­ald­ur Briem sótt­varna­lækn­ir seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í janú­ar að árið 2013 hafi verið svo­lítið öðru­vísi en árin þar á und­an. „Það eru færri fíkl­ar og hlut­falls­lega er meira um sam­kyn­hneigða en áður, það eru t.d. tvö sam­kyn­hneigð pör. Af þess­um ell­efu eru fjór­ir út­lend­ing­ar sem eru greind­ir með HIV hér á landi,“ seg­ir Har­ald­ur.

Á ár­un­um 2010, 2011 og 2012 greind­ist fjöldi fíkni­efna­neyt­enda með HIV-smit. Har­ald­ur seg­ir að tek­ist hafi að kom­ast fyr­ir smitið í þeim hópi. „Þetta var hóp­sýk­ing meðal fíkla sem tengd­ust dá­lítið náið, smitið var bundið við þann til­tekna hóp og virðist ekki hafa farið út fyr­ir hann.“

Rítalín og önn­ur svipuð lyf fást ekki öðru­vísi en þeim sé ávísað af lækn­um. Í flest­um til­vik­um hafa þeir sem deyja úr of stór­um skömmt­um ekki fengið lyf­in sjálf­ir hjá lækn­um held­ur út­vegað þau með öðrum hætti. Oft­ar en einu sinni hef­ur verið upp­lýst um að hér séu starf­rækt­ar am­feta­mín­verk­smiðjur. Magnús bend­ir á að rítalíni svipi að ýmsu leyti til am­feta­míns og því megi velta fyr­ir sér hvenær byrjað verður að fram­leiða slík lyf í ólög­leg­um verk­smiðjum hér.

 Börn­um sem fá lyfið hér landi hef­ur fjölgað um 160% á milli ár­anna 2003 og 2012 og full­orðnum um 480%. Notk­un­in er tvö­föld miðað við Dan­mörku og önn­ur lönd á hverja þúsund íbúa.

Í grein sem birt­ist í Lækna­blaðinu árið 2012 bend­ir lyfja­eft­ir­lit­steymi Land­lækn­is á að hóp­ur­inn sem mis­not­ar lyf sé ekki stór en þetta er samt sem áður vanda­mál sem taka þarf á.

Þau nefna ýmis dæmi um svik og pretti en segja ástæðuna oft ein­fald­lega vera mikið álag í heilsu­gæsl­unni þar sem sjálf­virkni í lyfja­af­greiðslu fer stund­um úr hófi. „Óprúttn­ir ein­stak­ling­ar hafa mis­notað þjón­ust­una sem heilsu­gæsl­an reyn­ir að veita. Við höf­um dæmi um ein­stak­linga sem hafa verið bún­ir að koma sér upp ra­f­ræn­um skömmt­un­ar­lyf­seðlum til heils árs hjá þrem­ur lækn­um. Þegar við höfðum sam­band við þessa lækna og náðum að stoppa þetta í sam­starfi við þá, var viðkom­andi ein­stak­ling­ur strax bú­inn að koma sér upp lyf­seðlum hjá tveim­ur öðrum lækn­um. Hann spilaði á þessa sjálf­virkni kerf­is­ins af mik­illi kunn­áttu. Sjálf­virk end­ur­nýj­un lyf­seðla inni á hjúkr­un­ar­heim­il­um hef­ur einnig verið of sjálf­virk, stund­um held­ur hún áfram mánuðum sam­an eft­ir að viðkom­andi lækn­ir er hætt­ur. Við áttuðum okk­ur á þess­ari glufu fyr­ir rælni vegna þess að lækn­ir sem hafði fengið tak­markaða lyfja­á­vís­ana­heim­ild á ákveðin lyf var enn að ávísa lyfj­um á vist­menn hjúkr­un­ar­heim­il­is en þá var lækn­ir­inn tengd­ur sjálf­virkt  við skömmt­un­ar­kort sjúk­lings,“ seg­ir Ólaf­ur B. Ein­ars­son, sér­fræðing­ur hjá land­læknisembætt­inu

80% heróín­fíkla byrjuðu á að mis­nota lyf

Í fjöl­mörg­um ríkj­um Banda­ríkj­anna berj­ast yf­ir­völd við vand­ann sem fylg­ir fíkn­inni í lyf­seðils­skyld lyf. Benda sér­fræðing­ar á að mörg verkjalyfj­anna sem fólk mis­not­ar séu í raun ban­vænni held­ur en hluti þeirra eit­ur­lyfja sem eru ólög­leg. Þetta kem­ur meðal ann­ars til af því að í dag eru fá­an­leg verkjalyf sem eru miklu sterk­ari en áður tíðkaðist og fólk verður háð notk­un þeirra.

Um 80% banda­rískra heróín­fíkla segja að þeir hafi í fyrstu orðið háðir lækna­dópi en svo snúið sér að heróín­inu vegna þess að það er mun ódýr­ara og auðveld­ara að út­vega sér það held­ur en lækna­dóp.
Sá lyfja­flokk­ur sem banda­rísk­ir sér­fræðing­ar hafa mest­ar áhyggj­ur af eru verkjalyf en ásókn­in er gríðarlega í slík lyf.

Ekk­ert heróín í himna­ríki

Einn þeirra sem byrjaði í verkjalyfj­un­um var tón­list­armaður­inn Steve Rummler en árið 2005 fékk hann verkjalyf hjá lækni vegna bak­verkja. Að sögn móður hans, Judy Rummler, jók lækn­ir­inn alltaf skammt­inn jafnt og þétt þar sem Rummler kvartaði sár­an en árið 2009 komst fjöl­skylda Rummlers að því að lyf­in frá lækn­in­um voru ekki einu lyf­in sem hann tók inn held­ur var hann orðinn háður þeim og út­vegaði sér meira magn hjá þriðja aðila. Rummler fór í meðferð við lyfjafíkn­inni og allt virt­ist vera á réttri leið í hans lífi. En hann freistaðist til þess að taka inn verkjalyf vegna bak­verks á ný og endaði í sama far­inu. Þetta var hins veg­ar of kostnaðarsamt þannig að heróínið varð lausn­in, hinn 1. júlí 2011 tók hann of stór­an skammt og lést 43 ára að aldri.

Fjöl­skylda El­iza­beth Turner stofnaði fyr­ir nokkru Face­book-síðuna No heroin in hea­ven, sem út­leggst á ís­lensku: Það er ekk­ert heró­in að fá í himna­ríki. El­iza­beth var að sögn móður henn­ar hið full­komna banda­ríska ung­menni, eða svo virt­ist vera á yf­ir­borðinu. Það sem henni tókst að leyna fyr­ir for­eld­um sín­um var að hún var háð eit­ur­lyfj­um frá sex­tán ára aldri.

El­iza­beth lést af stór­um skammti af heróíni þegar hún var 23 ára göm­ul en þá hafði hún verið án fíkni­efna, að því er fjöl­skylda henn­ar taldi, í sex ár.

Þegar El­iza­beth var ung­ling­ur var hún alltaf með háar ein­kunn­ir í skóla og braut aldrei regl­ur heim­il­is­ins varðandi úti­vist­ar­tíma. En fjöl­skyld­an vissi ekki að um helg­ar raðaði hún í sig lækna­dópi, maríjú­ana og áfengi. „Hún faldi þetta mjög vel. Hún blekkti okk­ur öll,“ seg­ir syst­ir henn­ar, Jenni­fer Echolf í viðtali við Daily Mail.

Það var ekki fyrr en hún fór í há­skóla­nám að ein­kunn­ir henn­ar fóru niður á við enda erfitt að stunda slíkt líferni án þess að eitt­hvað láti und­an. Að loknu fyrsta ári í há­skóla blasti nap­ur veru­leik­inn við fjöl­skyld­unni. Fyr­ir­mynd­ar­dótt­ir­in var háð OxyContyn sem er lyf í flokki ópí­ata, lyf sem gagn­ast þeim sem glíma við erfiða verki og aðra erfiða sjúk­dóma. Næstu sex ár var háð hörð bar­átta á heim­ili El­iza­beth, bar­átta við að halda henni frá dópi.

Að sögn fjöl­skyld­unn­ar lét­ust sex­tán vin­ir El­iza­beth á þess­um árum úr of stór­um skammti eit­ur­lyfja. Þrátt fyr­ir að bar­átt­an væri erfið átti hún góðar stund­ir á milli.

Hinn 8. fe­brú­ar 2012 fór El­iza­beth að heim­an í starfsviðtal. Hún kom aldrei til baka. El­iza­beth tók of stór­an skammt af heróíni heima hjá vini sín­um og þrem­ur dög­um síðar var hún úr­sk­urðuð heila­dauð. „Hún var hið full­komna banda­ríska barn en hún fór inn í heim sem hún kom aldrei úr,“ seg­ir syst­ir henn­ar. En saga henn­ar er ekk­ert eins­dæmi en hér á landi er það lækna­dópið sem fíkl­ar velja þegar kem­ur að næstu sprautu.
Daily Mail

Fyr­ir um viku voru tveir banda­rísk­ir lækn­ar svipt­ir lækna­leyfi vegna þess að sjúk­ling­ar þeirra lét­ust af völd­um lækna­dóps. Í öðru til­vik­inu er lækn­ir­inn sakaður um að hafa ekki kynnt sér nægj­an­lega for­sögu sjúk­linga, að viðkom­andi hafði mis­notað lyf­seðils­skyld lyf né held­ur að rann­saka þvag­sýni sjúk­lings nán­ar þrátt fyr­ir að fram kæmi að viðkom­andi væri að taka verkjalyf­in í allt of stór­um skömmt­um.

Þegar krufn­inga­skýrsl­an er les­in hjá sjúk­ling­um hans, tveim­ur kon­um, kem­ur ým­is­legt kunn­ug­legt í ljós ef haft er í huga það sem fund­ist hef­ur við krufn­ingu á fólki sem hef­ur lát­ist hér á landi af lyfja­kokteil­um. Oxycodo­ne, oxymorp­ho­ne og alprazolam í blóði rúm­lega tví­tugr­ar konu sem hafði leitað til lækn­is­ins vegna verkja. Hin kon­an, á sex­tugs­aldri var með eft­ir­far­inn lyfja­kokteil í blóðinu: morfín, metam­feta­mín, am­feta­mín, alprazolam, hydroxyalprazolam, diazepam, nordiazepam, oxazepam og temazepam. Tveim­ur mánuðum áður en þessi kona lést sást í þvag­sýni henn­ar þegar hún kom í skoðun til lækn­is­ins að meira oxycodo­ne var að finna í blóði henn­ar en hún hafði fengið fram­vísað og önn­ur lyf sem hún hafði ekki fengið hjá lækn­in­um. Þrátt fyr­ir það gerði lækn­ir­inn ekk­ert í því og hélt áfram að skrifa upp á meira dóp fyr­ir hana.

OxyCont­in fyr­ir 340 millj­arða króna

Það er synd að segja að mis­notk­un lyfja sé eitt­hvert eins­dæmi á Íslandi. Í Banda­ríkj­un­um eru ár­lega seld deyf­andi verkjalyf fyr­ir 8,5 millj­arð Banda­ríkja­dala, 965 millj­arða króna. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Centers for Disea­seControlandPreventi­on, sem sér um varn­ir gegn sjúk­dóm­um og for­varn­ir í Banda­ríkj­un­um, selst OxyCont­in fyr­ir meira en 3 millj­arða Banda­ríkja­dala, 340 millj­arða króna á hverju ári og hef­ur sala lyfs­ins auk­ist jafnt og þétt síðasta ára­tug­inn.

Sprautufíkla­hóp­ur­inn er kannski ekki stór á Íslandi en það eru sára­fá fé­lags­leg úrræði fyr­ir þenn­an hóp. Það er óraun­hæft að hægt verði að út­rýma fíkni­efna­neyslu á Íslandi en það er hægt að bæta stöðu þeirra með til dæm­is aðgengi að ókeyp­is sprautu­nál­um og hús­næði svo hægt sé að koma þeim af göt­unni. Það eru lít­il sem eng­in úrræði fyr­ir fíkla sem einnig glíma við geðrof líkt og al­gengt er.

„Er það sem við vilj­um hafa á göt­unni, fólk í geðrofi und­ir áhrif­um fíkni­efna? Þetta er mjög veikt fólk sem okk­ur ber að aðstoða,“ seg­ir Guðrún Dóra en Reykja­vík er eina sveit­ar­fé­lagið á höfuðborg­ar­svæðinu sem er með ein­hver hús­næðisúr­ræði fyr­ir geðveika fíkla.

Móðir ungs manns sem glím­ir við geðræn vanda­mál og fíkn lýs­ir bar­áttu fjöl­skyld­unn­ar við kerfið í viðtali við Rún­ar Pálma­son í Morg­un­blaðinu í fe­brú­ar.

„Um leið og hann varð 18 ára voru eng­in úrræði í boði. Þau hafi reynt að láta svipta hann sjálfræði, til að hægt yrði að leggja hann inn á full­orðins­geðdeild, en því hafi verið hafnað.

Eft­ir að þau vísuðu hon­um af heim­il­inu hafi hann um tíma ekki haft neinn sam­astað og verið heim­il­is­laus. Ef Neyðar­skýlið í Reykja­vík sé fullt eigi þeir sem eigi lög­heim­ili í bæj­ar­fé­lag­inu for­gang. Þar sem hann hafi átt lög­heim­ili ann­ars staðar hafi hann ekki kom­ist þar að. Hann hafi þá sofið hjá vin­um eða bara úti. Vit­andi af barn­inu sínu köldu, veiku og svöngu og geta ekk­ert gert er erfiðara en orð fá lýst,“ seg­ir móðirin,“ í viðtali við Morg­un­blaðið.

Vinsælir lyfjakokteilar meðal fíkla
Vin­sæl­ir lyfja­kokteil­ar meðal fíkla mbl.is/​Golli
Mikil hætta er á að smitast af lifrarbólgu C og …
Mik­il hætta er á að smit­ast af lifr­ar­bólgu C og HIV ef marg­ir nota sömu sprautu­nál­ina AFP
AFP
OxyContin er mjög dýrt á svörtum markaði í Bandaríkjunum
OxyCont­in er mjög dýrt á svört­um markaði í Banda­ríkj­un­um AFP
80% þeirra sem eru heróínfíklar urðu fyrst lyfjafíklar áður en …
80% þeirra sem eru heróín­fíkl­ar urðu fyrst lyfjafíkl­ar áður en þeir leidd­ust út í heróín AFP
Skítugar sprautur geta haft skelfilegar afleiðingar í för með sér
Skít­ug­ar spraut­ur geta haft skelfi­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér AFP
Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður snýst m.a. um að útvega sprautufíklum hreinar …
Skaðam­innk­un­ar­verk­efnið Frú Ragn­heiður snýst m.a. um að út­vega sprautufíkl­um hrein­ar spraut­ur og nál­ar. AFP
Rítalín er vinsælasta efnið meðal sprautufíkla á Íslandi
Rítalín er vin­sæl­asta efnið meðal sprautufíkla á Íslandi mbl.is/​Golli
Fernantyl er eitt þeirra lyfja sem fíklar misnota
Fern­antyl er eitt þeirra lyfja sem fíkl­ar mis­nota mbl.is/​Golli
tramodol
tramodol mbl.is/​Golli
Contalgin
Contalg­in mbl.is/​Golli
Oxycodone
Oxycodo­ne mbl.is/​Golli
Lyf sem eru vinsæl meðal fíkla
Lyf sem eru vin­sæl meðal fíkla mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina