Ísland allt skilgreint sem harðbýlt

Skýrsla Alþjóðastofnunar HÍ var kynnt á blaðamannafundi á Grand Hóteli …
Skýrsla Alþjóðastofnunar HÍ var kynnt á blaðamannafundi á Grand Hóteli í dag. mbl.is/Þórður

Mögu­legt ætti að vera að skil­greina Ísland allt sem harðbýlt svæði ef landið gengi í Evr­ópu­sam­bandið sem þýddi að ís­lensk­ur land­búnaður ætti rétt á svo­kölluðum harðbýl­is­greiðslum, líkt og samið var um þegar Sví­ar og Finn­ar gengu í sam­bandið, sem þá yrðu greidd­ar af ís­lenska rík­inu.

Þetta kom fram í máli Daða Más Kristó­fers­son­ar, auðlinda­hag­fræðings, á Grand Hót­eli í dag þar sem skýrsla Alþjóðamála­stofn­un­ar Há­skóla Íslands um um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­samabndið var kynnt en hún var unn­in fyr­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, Alþýðusam­band Íslands, Fé­lag at­vinnu­rek­enda og Viðskiptaráð Íslands.

Daði benti á að þetta fyr­ir­komu­lag væri skil­greint sem tíma­bundið en væri hins veg­ar enn við líði enda ekki tíma­bundið ástand að hluti Finn­lands til að mynda væri harðbýll. Það fyr­ir­komu­lag breytt­ist ekki nema regl­um Evr­ópu­sam­bands­ins yrði breytt.

Spurður á fund­in­um að því hvort slík­ir styrk­ir gætu að breytt­um regl­um fallið al­farið brott sam­kvæmt ákvörðun sam­bands­ins sagði hann það rétt. Í því fæl­ist vissu­lega ákveðin póli­tísk áhætta ef Ísland gengi í Evr­ópu­sam­bandið.

Mögu­leik­ar á að koma til móts við Ísland í byggðamál­um ættu að vera um­tals­verðir vegna breyttra áhersla inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Hins veg­ar yrði staðan mjög erfið fyr­ir ís­lensk­an land­búnað án ein­hvers kon­ar sér­lausna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina