Skýrsla óþekkta embættismannsins

Vigdís Hauksdóttir, formaður Heimssýnar.
Vigdís Hauksdóttir, formaður Heimssýnar. mbl.is

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður og formaður Heims­sýn­ar, gagn­rýn­ir skýrslu Alþjóðamála­stofn­un­ar HÍ um ESB-viðræðurn­ar, seg­ir hálfsann­leik koma þar fram og í raun sé þetta „skýrsla óþekkta emb­ætt­is­manns­ins“ þar sem vitnað sé í nafn­lausa emb­ætt­is­menn ESB og tveggja manna tal.

„Það kem­ur manni í raun mest á óvart að ekk­ert nýtt kem­ur þarna fram. Týnd eru til fimm atriði sem eiga að skýra það af hverju frest­ur kom á vinn­una við aðild­ar­viðræðurn­ar og þetta er að mínu mati hálfsann­leik­ur. Hvorki mak­ríl­veiðar eða Ices­a­ve stoppuðu viðræðurn­ar. Það er viður­kennt í viðauka 1 úr skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar að ríki ESB leggja ekki í aðlög­un­ar­ferli við annað ríki nema að eng­ar deil­ur séu uppi, það var fyrst og fremst það sem stoppaði þetta.“

Vig­dís bend­ir á að í skýrsl­unni sé talað um að ósamstaða hafa verið í fyrri rík­is­stjórn og ekki verið hægt að opna ein­hverja viðræðukafla vegna fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Jóns Bjarna­son­ar.

„Þá spyr ég á móti. Hvernig á þá rík­is­stjórn, sem er á móti aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, að geta haldið þess­ari för áfram? Sjáv­ar­út­vegskafl­inn er afar und­ar­leg­ur, þar er ekki vísað í nein­ar heim­ild­ir að ráði, að öðru leyti en því að það eru óþekkt­ir og and­lits­laus­ir emb­ætt­is­menn í Brus­sel virðist koma þarna inn með heim­ild­ir sem skýrslu­höf­und­ar treysta sér ekki til að upp­lýsa hverj­ir eru. Þetta er ekki í boði í há­skóla­sam­fé­lag­inu að koma fram með svona órök­studd­ar full­yrðing­ar í skýrslu af þeim gæðum sem svona skýrsla á að hafa. Það er eng­in heim­ild­ar­skrá um það hver seg­ir hvað. Þetta er eig­in­lega skýrsla óþekkta emb­ætt­is­manns­ins,“ seg­ir Vig­dís og bæt­ir við að vitnað hafi verið í minn­is­blöð emb­ætt­is­manna sem ekki hafi verið lögð fram sem gögn í aðlög­un­ar­ferl­inu.

„Það er ekki hægt að bjóða okk­ur uppá það að vitna í tveggja manna tal. Ég hef farið í gegn­um há­skóla­nám og veit að allt þarf að vera skot­helt varðandi heim­ild­ir og rök­stutt til að rit­gerðir og skýrsl­ur séu tekn­ar gild­ar af há­skóla­sam­fé­lag­inu. Ef að ekki er gef­in upp ákveðin heim­ild fyr­ir ákveðnum full­yrðing­um þá veit maður ekki hvort að þær séu rétt­ar,“ seg­ir Vig­dís sem tel­ur ekk­ert benda til þess í skýrsl­unni að til­efni sé til að draga til­lög­una til baka um að slíta viðræðum við ESB. Í raun sé búið að draga um­sókn­ina til baka með því að hætta viðræðum og slíta samn­inga­nefnd­um.

mbl.is