Einfaldast að sækjast ekki eftir aðild?

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. mbl.is

Merki­leg­ast við umræður um Evr­ópu­sam­bandið er að helst sé talið mæla með aðild að sam­band­inu að fræðimenn telji mögu­legt að kom­ast und­an sem flest­um regl­um, lög­um og kvöðum sem fylgja henni. Þetta seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og for­seti Alþing­is, á Face­book-síðu sinni í dag.

„Það finnst mér merki­leg­ast við Evr­ópu­um­ræðurn­ar síðustu dægrin, að það sé helst talið mæla með ESB-aðild að unnt sé, skv. mati fræðimanna, að losna und­an sem flest­um regl­um, lög­um og kvöðum sem aðild fel­ur í sér. Sem sagt; því minna af ESB, því betra. Er þá kannski ein­fald­ast og rök­rétt­ast að sækj­ast bara ekki eft­ir aðild?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina