Miðasala hafin á Þjóðhátíð

Herjólfur
Herjólfur mbl.is/Eggert

Klukkan 9 í morgun hófst sala á farmiðum í Herjólf yfir þjóðhátíðarvikuna sem og sala í Dalinn og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa.

Ef keyptar eru ferðir af herjolfur.is er aðeins laust í tvær ferðir af þeim sjö sem í boði voru með Herjólfi til Heimaeyjar þann 1.ágúst en ferðir í land mánudaginn 4.ágúst eru aðeins fáanlegar inni á dalurinn.is þar sem miðasala í Herjólf er samtengt miðasölu í dalinn. Þá virðast ferðir til Vestmannaeyja fimmtudaginn 31. júlí og til baka þann 5.ágúst óðum vera að seljast upp á herjolfur.is.

Þjóðhátíð í Eyjum fer fram dagana 1.-3.ágúst og fagnar hátíðin 140 ára afmæli í ár.

mbl.is