Hærra verð fyrir aflaheimildir

Þorskafla landað.
Þorskafla landað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verð á var­an­leg­um afla­heim­ild­um hef­ur hækkað und­an­farna mánuði. Reyn­ir Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Kvóta­markaðar­ins í Grinda­vík, seg­ir að í stóra afla­marks­kerf­inu sé verðið nú komið í um 2.500 krón­ur fyr­ir kílóið af óveidd­um þorski.

Verðið sé held­ur lægra í króka­afla­marks­kerf­inu. Í byrj­un maí í fyrra hafi verðið farið niður í um 1.950 krón­ur fyr­ir kílóið í stóra kerf­inu.

„Ástæður þess­ara hækk­ana eru aðallega tvær,“ seg­ir Reyn­ir. „Í fyrsta lagi gera menn sér von­ir um aukn­ingu á heim­ild­um og auk­inn afla. Í öðru lagi jókst bjart­sýni út­gerðarmanna í kjöl­far þess að ný rík­is­stjórn tók við. Menn hafa síðan gert sér von­ir um að gagn­ger end­ur­skoðun á lög­um um stjórn fisk­veiða yrði lögð til hliðar. Allt síðasta kjör­tíma­bil ríkti óvissa og umræða um þess­ar breyt­ing­ar vofðu yfir,“ seg­ir Reyn­ir í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: