Makrílkvótinn verður 147.721 tonn

Makrílveiðar á Vigra RE 71.
Makrílveiðar á Vigra RE 71. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hef­ur ákveðið heild­arafla mak­ríls  fyr­ir árið 2014 og nem­ur hann 147.721 tonni eða um 16,6% af ráðgjöf Alþjóða haf­rann­sókn­aráðsins(ICES) sem er 889.886 tonn.

Í til­kynn­ingu frá at­vinnu­vegaráðuneyt­inu seg­ir, að þetta sam­rým­ist þeirri kröfu sem Ísland hafði uppi í samn­ingaviðræðum um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans.

Haft er eft­ir Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, að ákvörðun Íslands um veiði sýni að Íslend­ing­ar miði við og vilji stunda ábyrg­ar veiðar. Hér eft­ir sem hingað til mun­um við gera okk­ar allra besta til að ná sann­gjörn­um samn­ingi um veiðar á mak­ríl við öll hin strand­rík­in - en sá samn­ing­ur mun ekki geta grund­vall­ast á veiðum langt um­fram ráðgjöf vís­inda­manna. Heild­arafl­inn er í góðu sam­ræmi við það sem við kröfðumst í samn­ingaviðræðum um skipt­ingu kvót­ans.“

Sam­hliða þess­ari ákvörðun hef­ur ráðherra und­ir­ritað reglu­gerð um mak­ríl­veiðar ís­lenskra skipa árið 2014. Þar er leyfi­leg­um heild­arafla skipt á milli skipa­flokka þannig; til smá­báta 6.000 tonn, til ís­fisk­skipa 7.917 tonn, til frysti­tog­ara 30.682 tonn og til upp­sjáv­ar­skipa 103.121 tonn. Gert er ráð fyr­ir að fyr­ir­komu­lag veiða verði að öðru leyti sam­bæri­legt og á síðasta ári.
Í ný­gerðum mak­ríl­samn­ingi Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs og Fær­eyja ætla þess­ar þjóðir sér heild­arafla í ár langt um­fram heild­ar­veiðiráðgjöf ICES. Miðað við 1.240 þúsund tonna heild­ar­veiði nem­ur 148 þúsund tonna afli Íslands 11,9% af heild­arafla sam­kvæmt samn­ingn­um.
 

mbl.is