Engin merki eru komin fram um það hvernig ríkisstjórnin hyggst styðja við þá lykilforsendu við gerð kjarasamninga til lengri tíma, að hér verði mótuð efnahags- og peningastefna sem tryggi stöðugra gengi krónunnar þannig að treysta megi kaupmátt.
Fyrir vikið hafa líkur á gerð kjarasamnings til lengri tíma á næsta ári minnkað. Þetta er mat Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, sem bendir á í Morgunblaðinu í dag, að ríkisstjórnin hafi enn ekki skipað í nefnd um mótun nýrrar peningastefnu, þrátt fyrir fyrirheit þar um í bréfi til heildarsamtaka á vinnumarkaði hinn 15. nóvember sl.
Hann óttist að ætlunin sé að veikja gengið meira til að styrkja afkomu útgerðarinnar og afgang af viðskiptum við útlönd.