Tekur vel í einhliða makrílkvótann

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. AFP

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins seg­ir ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda um ein­hliða mak­ríl­kvóta á miðunum við Ísland já­kvætt skref. Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Helene Banner, tals­manni Mariu Dam­anaki sjáv­ar­út­vegs­stjóra sam­bands­ins, sem birt er á vefsíðu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar í dag.

„Til­kynn­ing Íslands um ein­hliða mak­ríl­kvóta er já­kvætt skref. Hann kem­ur heim og sam­an við þá hlut­deild sem Íslend­ing­ar höfðu áður farið fram á í mak­rílviðræðum strand­ríkj­anna. Það er að segja 11,9% af 1.240.000 tonn­um. Evr­ópu­sam­bandið hef­ur frá upp­hafi sagt að Ísland geti orðið aðili að mak­ríl­samn­ingn­um [á milli sam­bands­ins, Nor­egs og Fær­eyja] og við gæt­um nú verið mjög ná­lægt því að ná samn­ingi sem nær til allra strand­ríkj­anna,“ er haft eft­ir Banner.

Evr­ópu­sam­bandið hvetji fyr­ir vikið Ísland til þess að koma að samn­inga­borðinu ásamt sam­band­inu, Norðmönn­um og Fær­ey­ing­um við fyrsta tæki­færi til þess að ná slík­um samn­ingi. 

Yf­ir­lýs­ing fram­kvæmda­stjórn­ar ESB

mbl.is