Næststærsta makrílvertíðin

Makrílvertíðin í ár gæti orðið sú næst mesta.
Makrílvertíðin í ár gæti orðið sú næst mesta. mbl.is/Styrmir Kári

Mak­ríl­vertíðin sum­arið 2011 er sú stærsta hér við land til þessa, en þá veidd­ust tæp­lega 155 þúsund tonn í ís­lenskri lög­sögu.

Miðað við þann kvóta sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hef­ur gefið út fyr­ir kom­andi vertíð, tæp­lega 148 þúsund tonn, gæti hún orðið sú næst­stærsta, seg­ir í frétta­skýr­ingu um kom­andi mak­ríl­vertíð í Morg­un­blaðinu í dag.

Saga svo mik­illa veiða spann­ar ekki mörg ár og í raun var árið 2007 fyrsta ár beinna mak­ríl­veiða, en þá veidd­ust rúm­lega 36 þúsund tonn. Þar með hafði flæk­ing­ur á Íslands­miðum breyst í mik­il­væg­an nytja­stofn. Síðustu ár hafa mælst um og yfir 1,5 millj­ón­ir tonna af mak­ríl í ís­lenskri lög­sögu yfir sum­ar­tím­ann er fisk­ur­inn geng­ur á norðlæg­ar slóðir í æt­is­leit.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: