Ekki á leið úr Sjálfstæðisflokknum

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég er í Sjálf­stæðis­flokkn­um og ég ætla að vera áfram í Sjálf­stæðis­flokkn­um,“ sagði Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, þing­flokks­formaður flokks­ins, í sjón­varpsþætt­in­um Sunnu­dags­morg­unn í Rík­is­út­varp­inu í morg­un spurð hvort hún hefði hug á að ganga til liðs við fyr­ir­hugaðan hægri­flokk hlynnt­an inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið.

Ragn­heiður sagðist hafa verið þeirr­ar skoðunar að Ísland ætti að ganga í Evr­ópu­sam­bandið og ætti ekki von á því að það breytt­ist. „Þannig að ég ætla bara að halda áfram að vera í mín­um flokki,“ sagði hún. Hins veg­ar gagn­rýndi hún Sjálf­stæðis­flokk­inn fyr­ir að vera ein­streng­ings­leg­an. Það væri ekki ávís­un á aukið fylgi.

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur áður sagt að hann ætlaði ekki að ganga úr flokkn­um en hann hef­ur líkt og Ragn­heiður verið hlynnt­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Hann ætlaði þess í stað að breyta flokkn­um inn­an­frá.

mbl.is