Merki um tvískinnung

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, seg­ir að í fjár­lög­um fyr­ir þetta ár hafi álög­ur verið hækkaðar á náms­menn um 180 millj­ón­ir, komu­gjöld á heilsu­gæslu hækkuð um 90 millj­ón­ir og skorið hafi verið niður í þró­un­araðstoð sem nem­ur 400 millj­ón­um, svo eitt­hvað sé nefnt, til að ná mark­miðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar um halla­laus fjár­lög.

Nú þegar áætlað sé að lækka veiðigjöld um tvo millj­arða á árs­grund­velli sjái rík­is­stjórn­in hins veg­ar ekki ástæðu til að setj­ast yfir málið og kanna með hvaða hætti bæta eigi upp tekjum­iss­ir­inn.

Í umræðum á Alþingi í dag rifjaði Katrín upp orð Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, í frétt­um Rík­is­út­varps­ins þess efn­is að ekki þyrfti að grípa til sér­stakra aðgerða til að bæta upp fyr­ir­sjá­an­legt tekjutap rík­is­sjóðs vegna lægri veiðigjalda til að ná mark­miðum um halla­laus fjár­lög. 

„Þá er nú rétt að hafa það í huga að út­gjöld rík­is­sjóðs á þessu ári eru áætluð um 600 millj­arðar og rík­is­sjóður hef­ur fjölda tekju­stofna sem fær­ast til frá áætl­un­um þannig að ég held að út af þessu sé ekki ástæða til að menn setj­ist sér­stak­lega yfir það hvort þurfi að auka aðra skatt­heimtu eða draga úr starf­semi,“ sagði Ill­ugi meðal ann­ars.

Verður tekjutapið bætt upp?

Hún spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hvort hann gæti tekið und­ir orð Ill­uga eða hvort við ætt­um von á ein­hverj­um aðgerðum, svo sem frek­ari skatt­heimtu eða niður­skurði, til að fjár­magna „þessa auknu lækk­un veiðigjalda,“ eins og Katrín orðaði það.

„Vand­inn við vinstri­flokk­ana þegar kem­ur að umræðu um veiðigjöld er að þeir líta á af­komu út­gerðar­inn­ar sem ein­hvern pott sem hægt er að ganga í og skammta sér af. Veiðigjöld­in eru að lækka vegna þess að af­kom­an í grein­inni er að versna,“ sagði Bjarni í svari sínu.

„ Eða ætla menn sér ekk­ert að taka til­lit til þess? Á þetta bara að vera þannig að menn skammta sér ein­hverja hlut­deild af hverju út­hlutuðu þorskí­gildist­onni, al­veg óháð rekstri út­gerðar­inn­ar, og segja: Þetta eig­um við af því að við þurf­um að nota það í hin ýmsu sam­fé­lags­legu verk­efni?“ spurði Bjarni.

„Það er leið þrjá­tíu ár aft­ur í tím­ann, aft­ur til þess að taka fjár­fest­ingu frá út­gerðinni, og við end­um aft­ur með rík­is­styrkt­an bú­skap í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi, eins og hér var lengi vel áður,“ sagði Bjarni.

Sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir

„Frá þessu þarf að hverfa.

Þess vegna verða menn að skilja í þess­ari al­mennu umræðu um veiðigjöld á þing­inu að það eru sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir þjóðarbús­ins alls og út­gerðar­inn­ar að það gangi vel.“

Veiðigjöld­in væru fyrst og fremst að lækka vegna verri af­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og lækk­andi afurðaverðs á er­lend­um mörkuðum.

„Ber að taka til­lit til þess í lang­tíma­áælt­un í rík­is­fjár­mál­um? Já, að sjálf­sögðu er það slæmt að ríkið sé að verða af mikl­um tekj­um meðal ann­ars vegna verri af­komu í sjvárút­vegi. En eru þetta þannig fjár­hæðir að þær setji rík­is­fjár­mál­in í heild sinni í al­gjört upp­nám? Nei, þetta set­ur rík­is­fjár­mál­in í heild sinni ekki í al­gjört upp­nám,“ sagði Bjarni.

Hins veg­ar yrði það viðvar­andi verk­efni alls staðar, sama hvort það varðaði skrán­ing­ar­gjöld í há­skól­ann eða komu­gjöld á heilsu­gæslu, að fjár­magnið yrði nýtt sem allra best og gjöld­um og álög­um dreift með sann­gjörn­um hætti.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina