Auka lyfjaskammtinn við aftökur

Dennis McGuire
Dennis McGuire HANDOUT

Ohioríki stefnir að því að auka lyfjamagnið sem gefið er þegar fangar eru teknir af lífi með banvænni sprautu. Ástæðan er sú hversu langan tíma það tók Dennis McGuire að deyja við aftöku fyrr á árinu.

Lögfræðingar Dennis McGuires, 53 ára, sem tekinn var af lífi í janúar, segja að það hafi tekið hann 26 mínútur að deyja frá því að lyfið sem var notað við aftökuna fór að dælast inn í æðar hans. Dauðdaginn hafi verið kvalafullur og því um brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna að ræða.

Samkvæmt frétt BBC eru laganna verðir sem voru viðstaddir aftökuna ekki sammála lögfræðingunum. McGuire hafi verið sofandi og ekki kvalist.

Þrátt fyrir að viðurkenna ekki að fanginn hafi kvalist við aftökuna hafa yfirvöld ákveðið, í öryggisskyni, að auka magn róandi lyfja og svefnlyfja sem gefið er við aftökur í Ohio. 

Vitni segja að McGuire, sem nauðgaði og myrti þungaða konu árið 1989, hafi reynt að ná andanum í 26 mínútur áður en hann var úrskurðaður látinn hinn 16. janúar sl. Aftaka hefur aldrei tekið jafnlangan tíma í Ohio frá því þær hófust á ný árið 1999.

Ég brenn allur að innan

mbl.is