Indversk kona, sem er íslam-trúar, hefur kært ársás á hana og dóttur hennar á unglingsaldri.
Konan, sem býr í Jharkhand héraði segir að árásin sé af pólitískum rótum en henni hafi verið nauðgað af hópi karla á heimili hennar. Hún segir, samkvæmt Guardian, að árásin tengist starfi hennar fyrir þjóðernishreyfingu hindúa, BJP, fyrir kosningarnar.
Hún segir að yfir tugur manna hafi komið á heimili hennar í gær og handjárnað eiginmann hennar er þeir brutu gegn henni og dóttur hennar, sem er 13 ára gömul.
Anurag Gupta, talsmaður lögreglunnar Jharkhand, segir að rannsókn sé hafin á málinu og að of snemmt sé að staðfesta að árásin eigi sér pólitískar rætur.
Konan tilheyrir minnihlutahópi innan Bharatiya Janata flokksins (BJP) sem reynir að fá múslíma til liðs við flokkinn.