Af 20.000 þorskígildistonnum sem fóru í byggðakvóta, línuívilnun, skelbætur og strandveiðar á síðasta fiskveiðiári enduðu 17.000 tonn á tveimur svæðum landsins.
Vesturland og Vestfirðir fá um helminginn af því sem er í pottakerfinu, samkvæmt útreikningum Sigurðar Steins Einarssonar, nema í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Vesturland og Vestfirðir fengu á síðasta fiskveiðiári samtals 10.117 tonn úr pottum í sjávarútvegi. Þar af voru tæp 2.600 tonn í byggðakvóta, tæp 2.900 tonn í línuívilnun, rúm 1.500 tonn í skelbætur og rúmlega 3.100 tonn í gegnum strandveiðar, að því er fram kemur í umfjöllun um úthlutun úr hinum ýmsu pottum í sjávarútvegi í Morgunnblaðinu í dag.