Vilja Norðmenn semja við Ísland?

Makrílveiðar á Vigra RE 71.
Makrílveiðar á Vigra RE 71. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra kveðst ánægður með þá yf­ir­lýs­ingu sem fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­band­ins gaf út í liðinni viku.

Þar sem sagði m.a.: „Til­kynn­ing Íslands um ein­hliða mak­ríl­kvóta er já­kvætt skref. Hann kem­ur heim og sam­an við þá hlut­deild sem Íslend­ing­ar höfðu áður farið fram á í mak­rílviðræðum strand­ríkj­anna. Það er að segja 11,9% af 1.240.000 tonn­um.“

„Það var mjög ánægju­legt að heyra yf­ir­lýs­ingu tals­manns Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra ESB. Við höf­um alltaf sagt að við sjá­um ekki fyr­ir okk­ur að fara inn í samn­ing­inn á þessu ári, þar sem við erum bún­ir að gefa út ein­hliða kvóta og samn­ing­ur ESB, Fær­eyja og Nor­egs fel­ur í sér veru­lega of­veiði. En á næsta ári, svo fremi sem all­ir samþykki að fara eft­ir veiðiráðgjöf, get­um við hugsað okk­ur að vera aðilar að samn­ingn­um,“ seg­ir Sig­urður Ingi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: