Sjöundi útifundurinn á Austurvelli

Útifund­ur hófst á Aust­ur­velli kl. 15 í dag þar sem kraf­ist er þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald aðild­ar­viðræðna við ESB. Í gær var for­seta Alþing­is af­hent­ur listi með und­ir­skrift­um 53.555 ein­stak­linga sem vilja að fram­hald viðræðna verði borið und­ir þjóðina.

Þetta er sjö­undi úti­fund­ur­inn sem hald­inn er á Aust­ur­velli vegna máls­ins.

Fund­ar­menn létu ekki rign­ing­una stoppa sig og mættu til að hlusta á ræðumenn dags­ins sem voru fjór­ir að þessu sinni, Hall­grím­ur Helga­son, rit­höf­und­ur, Katrín Fjeld­sted, lækn­ir, fyrr­um alþing­ismaður og borg­ar­full­trúi, Stefán Jón Haf­stein, starfsmaður Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar og fyrr­um borg­ar­full­trúi og Svan­ur Kristjáns­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands. 

Frétt mbl.is: Ein­föld og skýr krafa

mbl.is