Isavia telur öryggið minnka

NA-SV-brautinni á Reykjavíkurflugvelli er forsenda öryggis vallarins.
NA-SV-brautinni á Reykjavíkurflugvelli er forsenda öryggis vallarins. Morgunblaðið/ÞÖK

Nýtt áhættumat Isavia á áhrifum þess að loka NA-SV-brautinni á Reykjavíkurflugvelli undirstrikar að við það dregur úr flugöryggi.

Þetta segir Sigurður Ingi Jónsson, fyrrverandi forseti Flugmálafélags Íslands, í Morgunblaðinu í dag en fjöldi hagsmunaaðila í fluginu kom að gerð matsins.

„Þarna er lagt fram áhættumat vegna mögulegrar lokunar á norðaustur-suðvestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Reynt er að meta hvaða áhætta getur af því stafað og hvaða mildandi aðgerðir eru mögulegar til þess að stemma stigu við þeirri áhættu sem skapast við lokunina.

Niðurstaðan er sú að það myndast hætta samfara því að loka þessari flugbraut, sem ekki verður unnin upp með neinum mótvægisaðgerðum. Þótt opnuð verði sambærileg flugbraut í Keflavík þá vegur það ekki upp alla áhættuna sem skapast við það að loka neyðarbrautinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: