Vilja fund með ráðherra vegna hvalveiða

Tilgangur ferðarinnar var að kynna íslenska hópnum þá stefnu sem …
Tilgangur ferðarinnar var að kynna íslenska hópnum þá stefnu sem bandarísk stjórnvöld hafa markað sér varðandi málefni hvala og hvalaskoðunar.

Full­trú­ar hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækja hafa óskað eft­ir fundi hið fyrsta með sjáv­ar­út­vegs­ráðherra en hóp­ur­inn seg­ir að end­ur­skoða verði mörk­in á milli hval­veiða og hvala­skoðunar um allt land áður en illa fari fyr­ir fyr­ir­tækj­um og sam­fé­lög­um sem hafi mik­inn hag af þeim gest­um sem vilja skoða hvali.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu sem Rann­veig Grét­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hvala­skoðunar Reykja­vík­ur, send­ir fyr­ir hönd hóps­ins.

Þar seg­ir að full­trú­ar hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækja auk annarra tengdra aðila frá Íslandi hafi farið til Banda­ríkj­anna 27. apríl síðastliðinn í tíu daga fræðslu­ferð. Dag­skrá­in var skipu­lögð af banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu með milli­göngu banda­ríska sendi­ráðsins á Íslandi.

Fram kem­ur, að til­gang­ur ferðar­inn­ar hafi verið að kynna ís­lenska hópn­um þá stefnu sem banda­rísk stjórn­völd hafi markað sér varðandi mál­efni hvala og hvala­skoðunar. Fundað hafi verið með emb­ætt­is­mönn­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, full­trú­um þing­manna, starfs­mönn­um stofn­ana sem vinna að rann­sókn­um á hvöl­um og líf­ríki hafs­ins, full­trú­um hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækja og frjáls­um fé­laga­sam­tök­um.

Segja hval­veiðar og hvala­skoðun ekki fara sam­an

„Sú mikla vinna sem Banda­ríkja­menn hafa lagt í rann­sókn­ir á hvöl­um kom okk­ur á óvart og hversu um­fangs­mikl­ar þær eru. Þá þótti okk­ur mikið koma til ým­issa ráðstaf­ana sem gripið hef­ur verið til við vernd­un hvala, þar á meðal breyt­ing­ar á sigl­inga­leiðum og þróun veiðafæra sem tak­marka hætt­una á að hval­ir fest­ist í þeim. Sér­stak­lega áhuga­vert þótti okk­ur að heim­sækja borg­ir og bæi á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna þar sem áður voru stundaðar mikl­ar hval­veiðar. Þar er nú rek­in öfl­ug ferðaþjón­usta sem bygg­ir að miklu leyti á hvala­skoðun, sýn­ing­um tengd­um hval­veiðitím­an­um og fræðslu um arf­leifð þess­ara sam­fé­laga. Þess­ar borg­ir og bæir draga að millj­ón­ir ferðamanna ár hvert.

Þessi ferð hef­ur styrkt þá trú okk­ar að hvala­skoðun og hval­veiðar geti ekki farið sam­an til lengd­ar líkt og er til­fellið á Faxa­flóa. Við telj­um ljóst að end­ur­skoða verði mörk­in á milli hval­veiða og hvala­skoðunar um allt land áður en illa fer fyr­ir fyr­ir­tækj­um og sam­fé­lög­um sem hafa mik­inn hag af þeim gest­um sem hval­ina vilja skoða,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hvetja ráðherra

Þá vill hóp­ur­inn vekja at­hygli á því að nefnd sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra skipaði á síðasta kjör­tíma­bili til að gefa álit um nýt­ingu hvala hafi ekki lokið störf­um. Bent er á, að á síðasta ári hafi meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar þó lagt fram fram til­lög­ur að auknu vernd­ar­svæði í Faxa­flóa sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra gerði en var aft­ur­kallað nokkr­um vik­um síðar. Er ráðherra hvatt­ur til að leyfa nefnd­inni ljúka störf­um.

Þá tek­ur hóp­ur­inn und­ir til­lögu til þings­álykt­unn­ar um mat á heild­ar­hags­mun­um vegna hval­veiða sem lagt var fram á Alþingi 31. mars síðastliðinn. Sam­kvæmt álykt­un Alþing­is hafi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra verið fal­in þessi vinna og er hann jafn­framt hvatt­ur til að hraða henni sem kost­ur er.

„Fyr­ir hönd hóps­ins og Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands ósk­um við eft­ir fundi hið fyrsta með Sig­urði Inga Jó­hann­es­syni sjáv­ar­út­vegs­ráðherra til að ræða þá al­var­legu stöðu sem uppi er í grein­inni,“ seg­ir að lok­um í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is