Aftöku frestað á síðustu stundu

Robert James Campbell var dæmdur til dauða fyrir að nauðga …
Robert James Campbell var dæmdur til dauða fyrir að nauðga ungri konu og myrða hana.

Rúmri klukkustund áður en taka átti Robert James Campbell af lífi úrskurðaði dómari í Texas að fresta skyldi aftökunni, þa þeim forsendum að hann sé greindarskertur og aftakan myndi því stangast á svið stjórnarskrá Bandaríkjanna.  

Aftakan hefði orðið sú fyrsta í Bandaríkjunum síðan annar fangi á dauðadeild, Clayton Lockett í Oklahoma, var „pyntaður til dauða“ eins og lögmenn hans orðuðu það, en hann lést úr hjartaáfalli eftir misheppnaða aftöku þann 29. apríl.

Campbell var einn þriggja fanga sem fóru í kjölfarið fram á að aftökum þeirra yrð frestað, þar sem ekki væri hægt að tryggja að þær færu fram með mannúðlegum hætti. Til vara fóru lögmenn Campbell fram á frestun vegna greindarskerðingar hans, og það var á þeim forsendum sem dómarinn úrskurðaði honum í vil í kvöld.

Aftakan átti að fara fram klukkan 18 í kvöld að staðartíma í Texas, eða 23:00 að íslenskum tíma.

Miklar umræður fara nú fram um dauðadóma og aftökur í Bandaríkjunum í kjölfar 40 mínútna dauðastríðs Clayton Lockett.

mbl.is