Oddvitar vilja stærra hvalaskoðunarsvæði

Í dag fór fram fundur Samtaka ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarfélags Íslands …
Í dag fór fram fundur Samtaka ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarfélags Íslands með oddvitum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í kosningunum í vor.

Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar og Hvala­skoðun­ar­fé­lag Íslands funduðu í dag með odd­vit­um þeirra stjórn­mála­flokka sem bjóða fram í kosn­ing­un­um í vor. Efni fund­ar­ins var að ræða um framtíð hvala­skoðunar í Reykja­vík.

Í plaggi sem Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar sendu frá sér eft­ir fund­inn seg­ir að odd­vit­ar fram­boða til borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur vilja að Reykja­vík­ur­borg beiti sér fyr­ir því sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra stækki hvala­skoðun­ar­svæði á Faxa­flóa í sam­ræmi við ósk­ir ferðaþjón­ust­unn­ar.

Þá seg­ir: „Hvala­skoðun er stærsta afþrey­ing­ar­grein ferðaþjón­ust­unn­ar í Reykja­vík og sú þriðja stærsta á Íslandi. Fjórði hver er­lend­ur ferðamaður sem kem­ur til lands­ins fer í hvala­skoðun og á síðasta ári nýttu rúm­lega 200 þúsund manns sér þessa afþrey­ingu, þar af 115 þúsund í ferðum frá Reykja­vík. Hvala­skoðun skil­ar 4 millj­örðum króna í gjald­eyris­tekj­ur á hverju ári og trygg­ir á þriðja hundrað manns at­vinnu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina