Breytingar á veiðigjaldafrumarpi

Árið 2012 var eitt það albesta í íslenskum sjávarútvegi fyrr …
Árið 2012 var eitt það albesta í íslenskum sjávarútvegi fyrr og síðar. mbl.is/Eggert

At­vinnu­vega­nefnd af­greiddi í dag frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjöld. Er jafn­vel bú­ist við að frum­varpið verði lagt fyr­ir Alþingi í kvöld eða nótt og samþykkt fyr­ir þinglok. Breyt­ing­ar voru gerðar á veiðigjald­inu í sam­ræmi við nýj­ar töl­ur um verri af­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja 2013.

Frum­varpið sjálft byggði á gögn­um sem veiðigjalda­nefnd hafði unnið í vet­ur um ein­staka teg­und­ir. Þær upp­lýs­ing­ar sem byggt var á voru frá ár­inu 2012, en á mánu­dag­inn var komu fram nýj­ar töl­ur úr út­tekt Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands, á 5 fyr­ir­tækj­um í sjáv­ar­út­vegi. Þær töl­ur benda til þess að milli ár­anna 2012-2013 hafi af­kom­an minnkað um 20-25%.

„Árið 2012 sem alltaf hef­ur verið miðað við í þess­ari veiðigjalda­álagn­ingu er í raun al­besta ár fyrr og síðar í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar.

Sam­drátt­ur­inn milli ára kem­ur bæði til vegna lægra verðs á mörkuðum og breyt­inga á gengi. „Á grund­velli þessa gerðum við breyt­ing­ar á frum­varp­inu, þar sem við lækk­um þessa af­kom­ustuðla, ekki eins mikið og af­komu­breyt­ing­in seg­ir til um, en sem nem­ur kannski rúm­um millj­arði,“ seg­ir Jón.

Á móti kem­ur að nán­ari upp­lýs­ing­ar liggja nú fyr­ir um horf­ur í veiði, sem ekki voru ljós­ar þegar frum­varpið var samið. Jón seg­ir að þegar allt kem­ur til alls standi breyt­ing­arn­ar í raun á jöfnu.

Áætl­un um loðnu­veiði hækk­un úr 200.000 tonn­um í 360.000 tonn, þorsk­ur úr 20.000 í 30.000 tonn og mak­ríl­veiði sé áætluð um 6-7.000 tonn­um meiri.

„Þetta ger­ir það að verk­um að veiðigjöld­in lækka í raun ekki held­ur standa í sömu tölu. Síðan eru vænt­ing­ar um jafn­vel enn meiri veiði. Það lít­ur sæmi­lega út með loðnuna, þannig að það er mögu­leiki á að veiðigjöld­in verði hærri en þetta ef bjart­sýn­ustu spár ganga eft­ir,“ seg­ir Jón.

Þing­fund­ur stend­ur nú yfir og verður vænt­an­lega fram á nótt, en um 50 mál eru á dag­skrá og stefnt að því að þinglok verði ekki síðar en 17. maí. Aðspurður seg­ist Jón allt eins eiga von á því að veiðigjalda­frum­varpið verði tekið fyr­ir í kvöld eða nótt.

„Þetta mun ekki hafa áhrif á sam­komu­lag okk­ar um þinglok. Auðvitað eru skipt­ar skoðanir um þetta eins og geng­ur, en ég geri mér von­ir um að þetta verði í góðu lagi.“

Sjá breyt­ing­ar­til­lögu á veiðigjalda­frum­varpi

Sjá nefndarálit um veiðigjalda­frum­varp

Jón Gunnarsson er formaður atvinnuveganefndar.
Jón Gunn­ars­son er formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar. mbl.is
mbl.is