Fyrsta lagið í tíu ár

#TBT Hljómsveitin Quarashi árið 2011
#TBT Hljómsveitin Quarashi árið 2011 Árni Sæberg

Quarashi gaf út lagið „Rock On“ í morgun en það inniheldur vísanir í upphafsár Quarashi. Hljómsveitin var stofnuð árið 1996 og starfaði til ársins 2005. Lagið er það fyrsta sem sveitin sendir frá sér í tíu ár og er ekki að heyra að Quarashi menn hafi misst úr takti síðan þá.

Quarashi var ein vin­sæl­asta hljóm­sveit lands­ins fyrr og síðar, á heimsvísu. Á átta ára ferli sín­um seldi Quarashi um 400 þúsund plöt­ur á heimsvísu, hélt hundruð tón­leika í fjór­um heims­álf­um auk þess að vinna og spila með heimsþekkt­um lista­mönn­um eins og Cypress Hill og Prodigy, Em­inem, Guns and Roses, Weezer og fleir­um. 

Quarashi kem­ur fram á Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um um Versl­un­ar­manna­helg­ina.  

mbl.is