Vilja láta leiðrétta villur

Reykjavíkurflugvöllur. Horft eftir NA-SV flugbrautinni sem á að hverfa.
Reykjavíkurflugvöllur. Horft eftir NA-SV flugbrautinni sem á að hverfa. mbl.is/ÞÖK

Isavia hefur óskað eftir því að staðreyndavillur í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar varðandi breytingar á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar verði leiðréttar.

Forstjóri Isavia, Björn Óli Hauksson, skrifaði skipulagsyfirvöldum í Reykjavík 23. apríl sl. vegna málsins. Um er að ræða umsögn skipulagsfulltrúa frá 10. mars sl. sem ber yfirskriftina: „Samantekt á athugasemdum vegna breytingar á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.“

Vakin er athygli á tveimur staðreyndavillum sem koma fram í svörum skipulagsfulltrúans í samantekt á athugasemdum vegna breytinga á deiliskipulagi flugvallarins. Svörin varða umsögn Samgöngustofu um breytingar á deiliskipulaginu og er hún frá 3. febrúar sl., að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: