Ný ESB-tillaga kemur til greina

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar munu velta fram­haldi ESB-mál­anna fyr­ir sér í sum­ar og þá hvort jafn­vel beri að leggja fram aðra þings­álykt­un­ar­til­lögu um fram­hald máls­ins. Gunn­ar Bragi lagði í fe­brú­ar fram til­lögu um að draga ESB-um­sókn­ina til baka.

Nú er ljóst að til­lag­an verður ekki tek­in fyr­ir á Alþingi fyrr en í fyrsta lagi í haust, enda verður ekki efnt til sum­arþings að þessu sinni.

Má lesa um fer­il máls­ins á Alþingi hér.

Af því til­efni ræddi mbl.is við ut­an­rík­is­ráðherra um stöðu þessa mikla deilu­máls.

Hefði viljað ljúka mál­inu

- Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið sl. laug­ar­dag að óvíst væri hvort þings­álykt­un­ar­til­lag­an sem þú lagðir fram í fe­brú­ar yrði tek­in fyr­ir í haust. Ertu sátt­ur við þau mála­lok sem til­lag­an virðist vera að fá?

„Ég er ósátt­ur við að ekki skyldi tak­ast að ljúka mál­inu með ein­hverj­um hætti á þing­inu. Við höf­um 38 þing­menn í meiri­hluta á þing­inu og hefðum því átt að geta farið að vilja rík­is­stjórn­ar­inn­ar og stjórn­ar­flokk­anna. Báðir höfðu samþykkt þessa til­lögu. Það var hins veg­ar al­veg ljóst að til­lag­an olli titr­ingi sem menn vildu finna lausn á. Það náðist ekki að klára það.“

Aðeins spurn­ing um forms­atriði

- Sig­mund­ur Davíð seg­ir óvíst hvort þörf sé á að af­greiða til­lög­una. Tek­urðu und­ir þetta?

„Er það ekki í raun aðeins forms­atriði, að til­kynna Evr­ópu­sam­band­inu með ein­hverj­um hætti að þess­um viðræðum sé lokið?“ spyr Gunn­ar Bragi. „Við erum ekki í nein­um viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið. Við höf­um slitið öll­um samn­inga­hóp­um, nefnd­um og öðru slíku sem voru að vinna að um­sókn­inni. Það eina sem stend­ur eft­ir er að Evr­ópu­sam­bandið er með okk­ur flokkað sem um­sókn­ar­ríki. Þannig met ég stöðuna nú og þannig höf­um við for­sæt­is­ráðherra velt því fyr­ir okk­ur hvort þörf sé á sé að klára þetta með þeim hætti sem við ætluðum okk­ur. Það er sjálfsagt hrein­legra en það er spurn­ing hvort það sé þörf á því.“

- Þú nefn­ir að ákveða þurfi með hvaða hætti ESB verður til­kynnt form­lega hvernig viðræðunum verði hætt. Hvaða hug­mynd­ir hafið þið Sig­mund­ur Davíð skoðað í því efni?

„Það hef­ur ekk­ert verið skoðað í því efni annað en þessi til­laga. Menn munu velta fyr­ir sér mál­inu í sum­ar, hvort við kom­um með aðra til­lögu í haust, hvort hún verði eins eða hvort hún verður öðru­vísi.“

Til­laga um þjóðar­at­kvæði kem­ur til greina

- Kem­ur til greina að ef þið leggið fram aðra til­lögu að þá verði lögð sér­stök áhersla á þjóðar­at­kvæðið? Sig­mund­ur Davíð lagði sér­staka áherslu á það í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Það kem­ur al­veg til greina að leggja fram ein­hvers kon­ar til­lögu með þjóðar­at­kvæði. En hvernig það yrði út­fært og hvað það þýddi og annað, eiga menn eft­ir að meta. En það kem­ur ekki til greina að efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um að fela rík­is­stjórn­inni að halda áfram þess­um viðræðum, svo það sé al­veg skýrt. Það er ekki í mynd­inni.

Ef það yrði niðurstaðan að halda þjóðar­at­kvæði að þá yrði hægt að greiða at­kvæði um tvennt að mínu viti. Ann­ars veg­ar hvort þjóðin vill ganga í Evr­ópu­sam­bandið eða ekki. Þar væri hægt að svara þeirri spurn­ingu. Hins veg­ar væri hægt að spyrja þjóðina hvort hún sé sam­mála því að ekki yrði farið af stað á ný án þess að hún yrði spurð. Ein­hvers kon­ar tvö­föld at­kvæðagreiðsla.“

Ein­hug­ur hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um“

- Yrði þessu ýtt úr vör í haust, þannig að það yrði þjóðar­at­kvæðagreiðsla í haust?

„Nei. Ég er aðeins að velta því upp sem mögu­lega get­ur orðið. Ekki endi­lega á kjör­tíma­bil­inu, held­ur hvað menn gætu gert. Ég lít ekki svo á að rík­is­stjórn­in hafi lofað að efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu, nema ef menn tækju ákvörðun um að halda áfram viðræðunum.

Það hef­ur ríkt ein­hug­ur í Fram­sókn­ar­flokkn­um um hvernig ætti að af­greiða þetta mál. Það hef­ur hins veg­ar verið meira um vanga­velt­ur í sam­starfs­flokkn­um, eins og við höf­um heyrt á orðum Vil­hjálms Bjarna­son­ar og Ragn­heiðar Rík­h­arðsdótt­ur. Það þarf að finna bet­ur út úr því hvar þess­ir flokk­ar geta verið sam­stiga, ef það á að klára málið með ein­hverj­um hætti.“

Að mínu viti er málið dautt“

- Nú er þetta mikið hita­mál fyr­ir til­tek­inn hóp kjós­enda, einkum þá sem eru ein­dregn­ast­ir í and­stöðu við ESB-aðild. Þeir telja sig marg­ir svikna með því að það sé ekki samþykkt að draga um­sókn­ina til baka. Hvernig mynd­irðu ávarpa þenn­an hóp?

„Ég myndi ávarpa þenn­an hóp þannig að vissu­lega hefði verið betra að klára þetta. Það er ekki úti­lokað að hægt sé að klára þetta með þeim hætti sem menn hafa lagt upp með. En það er hins veg­ar al­veg ljóst að það verður erfiðara. Að mínu viti er málið dautt. Við erum í eng­um sam­skipt­um við Evr­ópu­sam­bandið út af þess­ari til­lögu. Þannig að þetta er spurn­ing hversu mik­il þörf­in er og hversu langt menn vilja ganga til að klára þessi form­leg­heit, sem ég vil kalla svo,“ seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra.

mbl.is