Lækkanir ýmissa gjalda sem ríkisstjórnin lofaði í tengslum við gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum, voru lögfestar á seinasta degi þingsins.
Lækkanirnar taka gildi 1. júní en á þessu hafa orðið miklar tafir því þær áttu að verða þegar samningarnir voru gerðir í vetur að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ.
„Gjaldskrárlækkanirnar áttu að koma miklu fyrr til framkvæmda,“ segir hann og bætir við að hafa þurfi samráð við ríkisstjórnina um þá mánuði sem upp á vantar. „Við borguðum hærri gjöld í fjóra mánuði,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.