Í morgun var tilkynnt að Páll Óskar, Retro Stefson, Friðrik Dór og Emmsjé Gauti hefðu bæst í hóp þeirra tónlistarmanna sem fram munu koma á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið.
Nú hefur verið tilkynnt að Páll Óskar mun taka að sér að halda uppi stuðinu á Húkkaraballinu sem orðið er árviss viðburður á fimmtudagskvöldinu áður en þjóðhátíð er sett. Páll Óskar hefur ekki misst úr þjóðhátíð síðan 2009 en hann flutti þjóðhátíðarlagið „La Dolce Vita“ árið 2011 eins og flestir vita.
Í myndbandinu hér að neðan er rætt við þá Pál Óskar, Unnstein Manúel, Friðrik Dór og Emmsjé Gauta um væntingar þeirra til þjóðhátíðar 2014 auk þess sem Logi Pedro borðar.