Evrópuvaktin hættir fréttaskrifum

AFP

Hætt verður frétta­skrif­um á vefsíðunni Evr­ópu­vakt­inni sem og rit­un leiðara frá deg­in­um í dag sam­kvæmt til­kynn­ingu frá aðstand­end­um síðunn­ar. Vefsíðunni hef­ur verið haldið úti frá því í apríl 2010 af þeim Birni Bjarna­syni, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, og Styrmi Gunn­ars­syni, fyrr­ver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðsins.

„Nú mun Evr­ópu­vakt­in breyta um áhersl­ur við miðlun efn­is. Verður dag­leg­um frétta­skrif­um hætt og einnig rit­un leiðara. Hins veg­ar verður áfram birt efni í dálk­un­um Stjórn­mála­vakt­inni og Pott­in­um auk Pistla. Áfram verður tekið á móti aðsend­um pistl­um. Evr­ópu­vakt­in hvet­ur þúsund­ir les­enda sinna til að fylgj­ast áfram með nýju efni á síðunni. Þá verður efnið sem birst hef­ur til þessa áfram aðgengi­legt á síðunni evr­op­uvakt­in.is,“ seg­ir enn­frem­ur.

Þá kem­ur fram að þótt um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið hafi ekki verið dreg­in til baka blasi við að ekki verði haldið áfram með um­sókn­ar­ferlið nema málið verði lagt í dóm þjóðar­inn­ar í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Við það sjón­ar­mið hafi all­ir flokk­ar lýst stuðningi.

mbl.is