Enn hefur bæst við 140 ára afmælisdagskrá Þjóðhátíðar í Eyjum. Nú hefur verið tilkynnt að Sálin hans Jóns míns, Skonrokk og Helgi Björns verða meðal þeirra listamanna sem ætlað er að trylla lýðinn í Herjólfsdal.
Áður hefur verið tilkynnt um Quarashi, Baggalútur, Skálmöld, Friðrik Dór & Emmsjé Gauti, Páll Óskar, Retro Stefson, Jónas Sigurðsson, Jón Jónsson, Mammút, Kaleo og Skítamórall.
Forsala er í fullum gangi inni á dalurinn.is og hvetja aðstandenur hátíðarinnar fólk til að tryggja sér miða og ferðir með Herjólfi sem fyrst.