Sunneva dúx FÁ

Dúx skólans af bóknámsbrautum var Sunneva Smáradóttir nýstúdent af náttúrufræðibraut.
Dúx skólans af bóknámsbrautum var Sunneva Smáradóttir nýstúdent af náttúrufræðibraut.

Á föstudag fór fram vorútskrift Fjölbrautaskólans við Ármúla. Guðmundur Andri Ólafsson nýstúdent flutti tónlist ásamt félögum sínum í upphafi dagskrár. Brautskráðir voru tæplega 145 nemendur af 13 námsbrautum en 9 nemendur útskrifuðust af tveimur námsbrautum. Skipting eftir námsbrautum er 9 nemendur af sérnámsbraut, 2 af framhaldsskólabraut, 58 af námsbrautum Heilbrigðisskólans og 84 nýstúdentar af fimm námsbrautum, segir í fréttatilkynningu.

Dúx skólans af bóknámsbrautum var Sunneva Smáradóttir nýstúdent af náttúrufræðibraut og fékk hún jafnframt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í þýsku, dönsku og líffræði. Semidúx skólans var Lilja Björg Sigurjónsdóttir nýstúdent af náttúrufræðibraut sem hlaut verðlaun fyrir mjög góðan námsárangur í jarðvísindum og sérstök raungreinaverðlaun sem Háskólinn í Reykjavík gefur.

Af starfsmenntabrautum fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur Helga Guðmundsdóttir á heilbrigðisritarabraut, Margrét Helga Guðmundsdóttir á læknaritarabraut, Aþena Ómarsdóttir á lyfjatæknibraut, Íris Hildur Sigmarsdóttir og Elín Drífa Ólafsdóttir á tanntæknabraut og Birgitta Kristinsdóttir og Anna Dúna Steinarsdóttir á sjúkraliðabraut.

Özur Lárusson flutti kveðju 25 ára stúdenta, Lena Mist S. Eydal flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema Heilbrigðisskólans og Matthías Enok Þórarinsson fyrir hönd nýstúdenta.

Elvar Freyr Elvarsson nýstúdent flutti frumsamið lag ásamt Bryndísi Michele Renée Francis í lok útskriftar en athöfninni var slitið með ræðu skólameistara.

Á vorönn stunduðu um 2400 nemendur nám við skólann, en skólinn er með flesta fjarnámsnemendur á framhaldsskólastigi á Íslandi auk þess að vera leiðandi í námi heilbrigðisgreina.

Brautskráðir voru tæplega 145 nemendur af 13 námsbrautum.
Brautskráðir voru tæplega 145 nemendur af 13 námsbrautum.
mbl.is