Tækjakosturinn færist í betra horf

Nýjasta tækið, línuhraðall, á LSH.
Nýjasta tækið, línuhraðall, á LSH. mbl.is/Styrmir Kári

„Við fengum annað árið í röð yfir milljarð til tækjakaupa og erum hægt og bítandi að vinna í þessu,“ segir Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, spurður hvernig gangi að endurnýja tækjakost spítalans eftir að ríkissjóður setti aukið fé til þess á árunum 2013 og 2014.

Nýr línuhraðall var formlega tekinn í notkun á Landspítalanum í síðustu viku en fleiri ný tæki tínast inn. „Í fyrra kláruðum við útboð á svæfingavélum sem við erum smám saman að skipta út. Þær eru samtals álíka dýrar og línuhraðallinn, verkefnið er upp á u.þ.b. 400 milljónir og dreifist yfir nokkur ár en við erum að kaupa 25-30 nýjar vélar,“ segir Jón Hilmar í Morgunblaðinu í dag. Þá er verið að kaupa ný eftirlitstæki sem fylgjast með hjartslætti og öndun sjúklinga.

Jón Hilmar segir að Landspítalinn nái því ekki að endurnýja tæki eftir þörfum en það mjakist í þá átt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: