Þóra Kristín hæst með 8,06

Útskriftarhópur FSH árið 2014
Útskriftarhópur FSH árið 2014 Mynd/Hafþór Hreiðarsson

Framhaldsskólanum á Húsavík var slitið við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju laugardaginn 24. maí og útskrifuðust þaðan 18 nemendur. Alls hafa nú útskrifast 760 nemendur frá skólanum frá stofnun hans, þar af 448 stúdentar, 63 af iðnbrautum og 245 af ýmsum starfsnáms- og undirbúningsbrautum. 

„Skemmtilegur kennari náði vel til mín“

Þóra Kristín Sigurðardóttir var með hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi en hún lauk námi í desember síðastliðnum með einkunnina 8,06. Hún er nú nýkomin frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur stundað nám í ensku. Hún hyggur á nám í matvælafræði en ætlar fyrst að taka sér árs frí frá námi.

Aðspurð hver sé lykillinn að námsárangri segir hún það vera að fylgjast vel með í tímum. „Ég var á náttúrufræðibraut og mér finnst efnafræðin mjög skemmtilegt. Efnafræðikennarinn minn náði mjög vel til mín og vakti áhuga minn á námsefninu. Þá verður auðveldara að læra,“ segir Þóra Kristín. 

Þóra Kristín Sigurðardóttir fékk hæstu einkunnina á stúdentsprófi við skólann.
Þóra Kristín Sigurðardóttir fékk hæstu einkunnina á stúdentsprófi við skólann. Mynd/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is