Kvenréttindafélagið hvetur konur til þess að sækja um embætti seðlabankastjóra en frá stofnun bankans hafa einungis karlar gegnt starfinu.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar.
Í fréttatilkynningu frá Kvenréttindafélaginu er vísað til þess að í auglýsingu eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfið.