Fannst hangandi í tré

Ofbeldi gegn konum hefur verið mótmælt í Indlandi undanfarið.
Ofbeldi gegn konum hefur verið mótmælt í Indlandi undanfarið. DIBYANGSHU SARKAR

Lík konu fannst hangandi í tré í indverska héraðinu Uttar Pradesh í morgun samkvæmt lögregluyfirvöldum á svæðinu.

Lögreglustjórinn í þorpinu staðfesti við breska ríkisútvarpið fyrr í dag að konan hafi fundist og að hún verði krufin til að skera út um hvort henni hafi verið nauðgað. Fjölskylda konunnar segir að henni hafi verið nauðgað af hópi manna.

Að sögn lögreglustjórans, Happy Guptan, var konan 44 ára gömul og frá nálægu þorpi. Henni hafði verið ógnað af þorpsbúum þar sem hún seldi áfengi.

Aðeins eru tvær vikur síðan tvær unglingsstúlkur fundust hangandi úr tré í sama þorpi. Þeim hafði verið nauðgað og síðan myrtar. Leiddi fundurinn til mótmæla í Indlandi þar sem árásum gegn konum var mótmælt.

Nýkjörinn forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, sagði að verndun kvenna ætti að vera forgangsatriði á Indlandi. 

Mikil reiði myndaðist í Uttar Pradesh þegar tvær stúlkur fundust …
Mikil reiði myndaðist í Uttar Pradesh þegar tvær stúlkur fundust hangandi í tré eftir að hafa verið nauðgað og myrtar. Chandan Khanna
mbl.is