Hætt verði að refsa Færeyingum

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins. AFP

Fær­eysk stjórn­völd og fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hafa náð sam­komu­lagið um að ljúka deil­um þeirra um veiðar úr norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­in­um en sam­bandið greip til refsiaðgerða gegn Fær­ey­ing­um síðastliðið sum­ar í kjöl­far þess að fær­eysk stjórn­völd gáfu út ein­hliða síld­arkvóta inn­an lög­sögu sinn­ar.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Evr­ópu­sam­band­inu að sam­komu­lagið feli í sér að Fær­ey­ing­ar hætta „ósjálf­bær­um síld­veiðum sín­um“ en fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins leggi á móti fram drög að reglu­gerð þess efn­is að fallið verði frá refsiaðgerðunum gegn Fær­eyj­um sem meðal ann­ars fólu í sér lönd­un­ar­bann á fær­eyska síld og síld­ar­af­urðir í höfn­um þess. Sam­komu­lagið sé afrakst­ur langra viðræðna und­an­farna mánuði á milli Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­veg­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, og Jac­obs Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja.

Enn­frem­ur hafi verið samið um að Fær­ey­ing­ar falli frá kæru á hend­ur Evr­ópu­sam­band­inu vegna refsiaðgerðanna á vett­vangi Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar (WTO) og á grund­velli Haf­rétt­ar­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna. Haft er eft­ir Dam­anaki að hún sé sátt við að síld­veiðideil­an heyri brátt sög­unni til. Fær­eyj­ar og Evr­ópu­sam­bandið geti í kjöl­farið tekið upp þráðinn á ný verðandi sam­starf í sjálf­bærri nýt­ingu deili­stofna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina