Í bænum Huntsville í Texas snýst lífið mikið um fanga enda er þriðjungur íbúa þar á bak við lás og slá. Þar eru flestar aftökur framkvæmdar í Bandaríkjunum en Texas tekur fleiri af lífi á hverju ári heldur en nokkuð annað ríki Bandaríkjanna.
Í raun snýst bæjarlífið mikið til um fangana og meðal annars er rekið fangelsisafn í bænum. Sá sem stýrir því var fangavörður í þrjú ár og var viðstaddur 89 aftökur. Hann segir að þær hafi yfirleitt tekið fljótt af.