Veist þú hvað barnið þitt gerir?

Eitt helsta vandamálið þegar kemur að vímuefnaneyslu ungmenna hér á …
Eitt helsta vandamálið þegar kemur að vímuefnaneyslu ungmenna hér á landi er kannabisneysla og neysla á örvandi efnum. AFP

Kanna­bis er al­geng­asta eit­ur­lyfið meðal Evr­ópu­búa en 76 millj­ón­ir íbúa álf­unn­ar hafa prófað kanna­bis um æv­ina. Á Íslandi benda rann­sókn­ir til þess að 25-36% Íslend­inga á aldr­in­um 18-74 ára, hafi prófað að reykja kanna­bis. Þriðjung­ur fanga á Íslandi sit­ur inni fyr­ir fíkni­efni og al­geng­ast er að  fólk prófi kanna­bis­efni fyrst á aldr­in­um 18–19 ára en sam­kvæmt könn­un­ Land­læknisembætt­is­ins frá 2012 prófaði um 61% svar­enda kanna­bis­efni fyr­ir 20 ára ald­ur, þar af um 13% á grunn­skóla­aldri (15 ára og yngri). 

Bjór­inn tók við af sterku áfengi sem helsti vímu­gjafa ungs fólks þegar hann var leyfður á Íslandi og miðað við umræðuna er eins og kanna­bis hafi tekið við af bjórn­um sem helsti vímu­gjafi ung­menna.

Nán­ast öll ung­menni sem fara í meðferð eru háð kanna­bis

Flest þeirra ung­menna sem fara í meðferð á Vogi eru kanna­bis­fíkl­ar og er nán­ast und­an­tekn­ing ef ungt fólk sem fer í meðferð er ekki háð kanna­bis. En á sama tíma hef­ur ungu fólki sem leggst inn á Vog fækkað eft­ir nokk­urra ára fjölg­un í kring­um alda­mót­in, að sögn Val­gerðar Rún­ars­dótt­ur, yf­ir­lækn­is á Vogi.

Hún seg­ir að ung­linga­deild hafi verið sett á lagg­irn­ar á Vogi í kring­um alda­mót­in enda orðin veru­leg þörf á úrræðum sniðnum að þörf­um fólks und­ir tví­tugu.

„Kanna­bis er stærsta vanda­málið hjá unga fólk­inu sem kem­ur hingað í meðferð en um leið erum við að sjá mun fleiri kanna­bis­fíkla sem eru komn­ir yfir þrítugt og spurn­ing hvort það sé kyn­slóðin sem var ung á tí­unda ára­tugn­um þegar kanna­bisneysl­an var sem mest hér,“ seg­ir Val­gerður.

Örvandi efni helsta vanda­málið ásamt kanna­bis

En helsta vanda­málið hér ásamt kanna­bis er að sögn Val­gerðar neysla á örv­andi efn­um eins og am­feta­míni, rítalíni og MDMA (met­hy­lendi­oxy­metam­fetam­in – virka efnið í e-töfl­um). Hér­lend­is hef­ur dregið úr neyslu kókaíns, að minnsta kosti meðal þeirra sem koma á Vog, frá hruni enda efnið mjög dýrt.

Að sögn Val­gerðar glím­ir yfir helm­ing­ur þeirra sem leggj­ast inn á Vog við fíkni­efna­neyslu þrátt fyr­ir að áfengi sé helsta or­sök þess að fólk fari í meðferð. Kon­ur eru orðnar hlut­falls­lega fleiri sem fara í meðferð en áður eða um þriðjung­ur þeirra sem leita sér hjálp­ar vegna vímu­efna­vanda. Al­geng­ara er hjá þeim held­ur en körl­um að vera í fleiri teg­und­um vímu­efna og þó svo að marg­ar þeirra noti kanna­bis­efni þá eru þær einnig í áfeng­is- og lyfja­neyslu á meðan ung­ir karl­ar virðast helst neyta kanna­bis­efna.

7% þjóðar­inn­ar hafa farið í meðferð

 Hún ótt­ast að aðgengi Íslend­inga að meðferðarúr­ræðum geti versnað ef ekk­ert verður að gert. „Und­an­farna ára­tugi hef­ur verið gott aðgengi að vímu­efnameðferðum á Íslandi sem sést kannski best í því að 7% ís­lensku þjóðar­inn­ar hafa farið í meðferð,“ seg­ir Val­gerður.

Því miður sé óvíst með fram­haldið þar sem fram­lög rík­is­ins til Vogs und­an­far­in ár duga ekki til sjúkr­a­rekst­urs­ins og sam­tök­in SÁÁ hafi brúað of stórt fjár­hags­legt bil und­an­far­in ár. Því hef­ur verið dregið úr inn­lögn­um síðasta hálfa árið.  Því hafi þeim fækkað sem kom­ast í meðferð.

Kanna­bis­efni eru al­geng­ustu ólög­legu vímu­efn­in á Íslandi en í meðferð er örv­andi efna fíkn álíka al­geng og kanna­bis. Kanna­bis­efn­um er skipt í þrjá und­ir­flokka; hass, maríjú­ana (gras) og hassol­íu. Kanna­bis­efni eru oft­ast reykt í síga­rett­um eða þar til gerðum píp­um. Virka efnið í kanna­bis kall­ast THC og þegar kanna­bis er reykt kemst THC hratt frá lung­um í blóðrás­ina sem dreif­ir efn­inu áfram til heil­ans og annarra líf­færa lík­am­ans. Efnið hef­ur áhrif á svo­kallaða kanna­bínóðviðtaka og set­ur af stað viðbrögð sem leiða að lok­um til breytts hug­ar­ástands neyt­and­ans og hann fer í vímu, að því er seg­ir á fræðslu­vefn­um Bara gras.

Lög­leiðing þýðir aukna neyslu

Mik­il umræða hef­ur verið um lög­leiðingu kanna­bis og skaðsemi þess und­an­far­in ár og um ára­mót­in var Col­orado fyrsta ríki Banda­ríkj­anna til þess að heim­ila maríjú­anareyk­ing­ar. Val­gerður seg­ir að allt sem auki aðgengi vímu­efna sé var­huga­vert. Reynsla annarra landa sýni að við lög­leiðingu þá auk­ist neysl­an og á sama tíma eykst hætt­an á slys­um. Eins fær­ist neysl­an neðar í aldri líkt og hef­ur gerst þegar áfengis­kaupa­ald­ur hef­ur verið lækkaður.

„Lög­leiðing þýðir aukna neyslu það er ekk­ert flókn­ara en það og þessi umræða um að heim­ila notk­un marijú­ana í lækn­inga­skyni (medicalmariju­ana) er eitt­hvað sem eng­in lækna­sam­tök styðja. Þau ríki sem hafa tekið upp slíka lög­gjöf eru að glíma við fleiri vímu­efna­vanda­mál en áður. Til að mynda aukna neyslu fíkni­efna meðal ungs fólks. Það er ekk­ert sem bend­ir til þess að við mynd­um ráða við þessi fíkni­efni á meðan við höf­um ekki einu sinni tök á þeim vímu­efn­um sem eru lög­leg í dag, svo sem rítalíni, áfengi og tób­aki o.fl.,“ seg­ir Val­gerður.

Í Banda­ríkj­un­um er marijú­ana leyft í lækn­inga­skyni í 22 ríkj­um Banda­ríkj­anna og í nokkr­um þeirra hef­ur efnið verið leyft í 20 ár. Í flest­um þess­ara ríkja er neysla á marijú­ana sem vímu­efni ekki skil­greind sem glæp­ur. Markaður­inn er mjög stór, sam­kvæmt því sem kom fram í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í janú­ar. Sal­an á marijú­ana í lækn­inga­skyni nam 1,4 millj­örðum Banda­ríkja­dala á nýliðnu ári, eða rúm­um 160 millj­örðum króna. Gert er ráð fyr­ir að hún auk­ist um 60% í ár, eða í 2,34 millj­arða dala, eða 270 millj­arða króna.

Á vef SÁÁ seg­ir að greini­legt sé að veru­leg viðhorfs­breyt­ing meðal neyt­enda er sam­fara auk­inni kanna­bisneyslu eða jafn­vel und­an­fari henn­ar eða or­sök.

„Nú er al­geng sú skoðun að efn­in séu skaðlít­il eða skaðlaus og er slíku viðhorfi haldið við með upp­lýs­ing­um sem stang­ast á við nýj­ustu vís­inda­rann­sókn­ir og þekk­ingu. Þess­ar röngu upp­lýs­ing­ar ber­ast ungu fólki í gegn­um fjöl­miðla og Netið og koma frá þeim sem berj­ast fyr­ir auknu frjáls­ræði varðandi kanna­bis. Kanna­bis­efni eru einu ólög­lega vímu­efn­in á Vest­ur­lönd­um sem eiga sér aðdá­enda­hóp, „kanna­bis­bull­urn­ar“ sem berj­ast skipu­lega fyr­ir lög­leiðingu þeirra.

Kanna­bis ryður á ýms­an hátt braut­ina fyr­ir önn­ur ólög­leg vímu­efni eins og LSD, am­feta­mín og kókaín. Þjóðfé­lags­lega er kanna­bis jafn­an  fyrsta ólög­lega vímu­efnið sem notað er og neyt­and­inn lær­ir lög­mál vímu­efna­markaðar­ins þegar hann kaup­ir sér efnið og kynn­ist þannig sölu­mönn­um sem seinna selja hon­um önn­ur vímu­efni. Með dag­legri notk­un kanna­bis venj­ast neyt­end­ur á að leysa flest vanda­mál sín með því að nota vímu­efni og það er grunn­ur­inn sem önn­ur ólög­leg vímu­efnafíkn bygg­ist á.

Kanna­bis­efni valda ein og sér al­var­leg­um sjúk­dómi þar sem neyt­and­inn verður lík­am­lega háður efn­inu. Í afeitrun fá sjúk­ling­ar veru­leg frá­hvarf­s­ein­kenni sem lýsa sér í svefntrufl­un­um, kvíða og óró­leika,“ að því er seg­ir á vef SÁÁ.

Halda að þær fitni ekki ef þær nota dóp í stað áfeng­is

„Kanna­bis nán­ast dag­lega, örv­andi efn­um skolað niður með bjór um helg­ar.“ Þessi lýs­ing er þekkt meðal hóps ung­menna í dag og jafn­vel að stelp­ur noti frek­ar eit­ur­lyf held­ur en áfengi svo minni hætta sé á að þær fitni. Aðgengi að kanna­bis er oft auðveld­ara held­ur en að áfengi enda spyrja fíkni­efna­sal­ar yf­ir­leitt ekki um per­sónu­skil­ríki. Jafn­framt er ekki mik­ill verðmun­ur á kanna­bis og áfengi.

Spurð um þetta seg­ir Val­gerður að miðað við þær töl­ur sem séu fyr­ir­liggj­andi varðandi fíkni­efna­neyslu ung­menna þá virðist hún vera að drag­ast sam­an og þrátt fyr­ir að stúlk­ur noti fíkni­efni þá þýði það ekki endi­lega grannt holdafar. En kanna­bisneysla sé staðreynd hjá ungu fólki og að það megi ekki gleyma því að kanna­bis­fíkn er lang­vinn og erfið viður­eign­ar þar sem erfitt er að losna út úr neysl­unni þó svo að fjöl­mörg dæmi séu um að fólki tak­ist það.

„Það er mjög al­gengt að þeir sem nota kanna­bis reglu­lega leiðist út í að nota önn­ur sterk­ari fíkni­efni og er yf­ir­leitt þannig að slík efni fylgja með kanna­bisneyslu,“ seg­ir Val­gerður en talið er að byrji fólk að reykja kanna­bis fyr­ir sautján ára ald­ur eru lík­urn­ar á því að verða fík­ill einn á móti þrem­ur.

„Um leið og umræðan um fíkni­efni verður já­kvæð þá eykst neysl­an og það sem við vit­um að hluti þeirra sem neyta verða háðir og glíma við að reyna að losa sig úr viðjum vím­unn­ar,“ seg­ir Val­gerður.

Skert kyn­lífs­geta og minni fram­leiðsla á sæðis­frum­um

Á vef SÁÁ og á vef Land­lækn­is er bent á ýms­ar auka­verk­an­ir kanna­bisneyslu. Neyt­and­inn get­ur fengið mjög óþægi­lega kvíða- og ótta­til­finn­ingu – fyllst skelf­ingu gagn­vart um­hverfi og fólki. Allt verður skyndi­lega ógn­vekj­andi. Stund­um get­ur hass leitt til geðtrufl­ana sem geta orðið það al­var­leg­ar að beita þarf lyfjameðferð og jafn­vel inn­lögn á geðdeild. Hæfi­leik­inn til að greina ljós­merki og fylgja hreyf­ingu skerðist og þess vegna fara akst­ur og hassneysla alls ekki sam­an, ekki frek­ar en áfeng­isneysla og akst­ur. Hjá körl­um verður vart við skerta kyn­lífs­getu og fram­leiðslu á sæðis­frum­um.

Eðli­legt að for­eldr­ar séu grun­laus­ir lengi fram­an af

Að sögn Val­gerðar eru það mjög oft for­eldr­ar og aðrir sem eru ná­tengd­ir sem fá ung­menni til að leita sér aðstoðar á Vogi vegna kanna­bisneyslu. Hún seg­ir að reglu­leg neysla leyni sér ekki ef vel er að gáð, þó það sé al­gjör­lega eðli­legt að for­eldr­ar séu grun­laus­ir lengi fram­an af neyslu ung­linga. Til að mynda fer náms­ár­ang­ur þeirra hratt niður á við enda dreg­ur kanna­bisneysla úr hæfi­leik­an­um til að læra þar sem það skaðar stöðvar í heil­an­um sem stýra minni, ein­beit­ingu og fram­kvæmda­semi.

„Blóðhlaup­in augu og stór sjáöld­ur, þurrk­ur í munni, hraður hjart­slátt­ur. Neyt­and­inn verður einnig þreytt­ur, sljór og klunna­leg­ur í hreyf­ing­um. Oft er mik­il þörf fyr­ir sæl­gæti; græðgisát. Áhrif­anna gæt­ir yf­ir­leitt í 3-4 tíma. Hassið er lengi í lík­am­an­um og í próf­um hef­ur það mælst í allt að 2-4 vik­ur eft­ir notk­un,“ seg­ir á vef Land­lækn­is.

Þar kem­ur fram að kanna­bisneysla er vana­bind­andi og eft­ir dag­lega neyslu í u.þ.b. mánuð koma frá­hvarf­s­ein­kenni þegar neyslu er hætt. Þau eru einkum pirr­ing­ur, eirðarleysi, skapsveifl­ur, ógleði, svita­köst, niður­gang­ur, herp­ing­ur í vöðvum eða maga ásamt svefntrufl­un­um. Eft­ir stöðuga og jafna neyslu verður neyt­and­inn sljór, kæru­laus, fram­takslaus og á í erfiðleik­um með ein­beit­ingu. Lang­tíma­neysla eyk­ur lík­urn­ar á þung­lyndi og ann­arri geðveiki.

Fjór­um sinn­um lík­legri til að grein­ast með geðklofa

Í loka­verk­efni í BA-námi í fé­lags­ráðgjöf frá því í fyrra fjalla þær Sara Sif Sveins­dótt­ir  og Sunn­eva Ein­ars­dótt­ir um skaðsemi af völd­um kanna­bisneyslu. Þær vísa í sænska rann­sókn á tengsl­um á milli kanna­bisneyslu og  geðklofa. Þátt­tak­end­ur voru 50.465 og tók rann­sókn­in 15 ár. Niður­stöður leiddu í ljós að þeir sem höfðu neytt kanna­bis fyr­ir 18 ára ald­ur voru tvisvar til fjór­um sinn­um lík­legri til þess að grein­ast með geðklofa en þeir sem ekki höfðu neytt kanna­bis. Einnig kom í ljós að þeir sem  neyttu kanna­bis á hverj­um degi voru í meiri hættu á því að grein­ast með geðklofa en þeir sem neyttu efn­is­ins einu sinni til tvisvar í viku. Svipuð niðurstaða var á ann­arri rann­sókn sem var gerð á Nýja-Sjálandi.

Sjö­tíu og átta pró­sent Íslend­inga eru and­víg því að neysla kanna­bis verði gerð lög­leg hér á landi, en 36% segj­ast hafa prófað kanna­bis­efni ein­hvern tíma á æv­inni. Þetta kem­ur fram í könn­un á neyslu kanna­bis­efna og annarra ólög­legra vímu­efna á Íslandi og á viðhorfi til lög­leiðing­ar kanna­bisneyslu sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un vann fyr­ir Embætti land­lækn­is árið 2012.

Í könn­un­inni kem­ur fram að þetta séu held­ur færri en árið 2003 þegar 87% svar­enda voru and­víg því að neysla kanna­bis verði gerð lög­leg á Íslandi.

Þá kem­ur fram að 63% Íslend­inga á aldr­in­um 18–67 ára hafa aldrei prófað nein ólög­leg vímu­efni. Af þeim sem hafa prófað ólög­leg vímu­efni hafa flest­ir prófað kanna­bis og lang­flest­ir fyr­ir meira en 12 mánuðum eða prófað 1–2 sinn­um á síðustu 12 mánuðum.

Um 13% svar­enda sögðust hafa  prófað önn­ur ólög­leg vímu­efni en kanna­bis. Tæp­lega 11% höfðu prófað am­feta­mín en næst­flest­ir kókaín, eða 9%. Karl­ar höfðu prófað önn­ur vímu­efni en kanna­bis í aðeins meira mæli en kon­ur og yngri svar­end­ur frek­ar en þeir sem eldri eru. Einnig kom fram að því yngra sem fólk var þegar það prófaði kanna­bis­efni fyrst því meiri lík­ur voru á að það hefði prófað önn­ur vímu­efni.

Karl­ar hlynnt­ari því að heim­ila kanna­bisneyslu en kon­ur

Land­læknisembættið seg­ir að mun­ur sé á viðhorfi gagn­vart kanna­bisneyslu eft­ir hóp­um. Karl­ar eru hlynnt­ari því að neysla kanna­bis sé gerð lög­leg held­ur en kon­ur, þeir sem eru yngri, íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins og þeir sem telja sig vera við sæmi­lega eða lé­lega and­lega og lík­am­lega heilsu eru hlynnt­ari lög­leiðingu en sam­an­b­urðar­hóp­ar. Þá eru þeir sem hafa prófað kanna­bis­efni og önn­ur ólög­leg vímu­efni hlynnt­ari lög­leiðing­unni og þeir sem hafa notað lyf­seðils­skyld lyf á ann­an hátt en sam­kvæmt lækn­is­ráði eru einnig hlynnt­ari henni en þeir sem aldrei hafa prófað slík lyf. Karl­ar, yngra fólk, þeir sem búa á höfuðborg­ar­svæðinu og þeir sem meta lík­am­lega heilsu sína sæmi­lega eða lé­lega eru lík­legri en aðrir til þess að hafa prófað kanna­bis.

Þá hafa þeir einnig frek­ar prófað kanna­bis sem hafa prófað önn­ur vímu­efni eða neitt lyfja vegna kvíða, ótta eða þung­lynd­is síðustu 12 mánuði áður en könn­un­in var lögð fyr­ir. Lang­stærst­ur hluti þeirra sem hafa prófað kanna­bis­efni (tæp­lega 82%) notuðu þau ekki á síðustu 12 mánuðum áður en könn­un­in var gerð. Um 11–12% þeirra sem hafa prófað kanna­bis notuðu efnið 1–2 sinn­um á síðustu 12 mánuðum og 3–4% 20 sinn­um eða oft­ar.

Brýnt að auka for­varn­ir

Al­geng­ast er að fólk prófi kanna­bis­efni fyrst á aldr­in­um 18–19 ára en sam­kvæmt könn­un­inni frá 2012 prófaði um 61% svar­enda kanna­bis­efni fyr­ir 20 ára ald­ur, þar af um 13% á grunn­skóla­aldri (15 ára og yngri). 

Val­gerður seg­ir að það megi aldrei sofna á verðinum og líta á kanna­bisneyslu sem eðli­leg­an hlut því það verði hún aldrei og það sjá­ist best á því að þau ung­menni sem þurfa að fara í meðferð hafa nán­ast öll ánetj­ast kanna­bis­reyk­ing­um.

Í fyr­ir­lestri sem Helgi Gunn­laugs­son pró­fess­or flutti á Þjóðarspegl­in­um í fyrra kom fram að mæl­ing­ar sýndu að held­ur fleiri hefðu prófað kanna­bis­efni 2013 en 1997 og 2002. Um það bil fjórðung­ur Íslend­inga á aldr­in­um 18-74 ára seg­ist árið 2013 hafa prófað kanna­bis, al­geng­ara meðal karla og yngra fólks en annarra. Inn­an við tíu pró­sent segj­ast hafa prófað efnið oft­ar en tíu sinn­um sem bend­ir til vana­neyslu að minnsta kosti tíma­bundið. Á bil­inu 2-3 pró­sent viður­kenna neyslu síðustu sex mánuði fyr­ir mæl­ing­una sem hugs­an­lega bend­ir til virkr­ar neyslu hjá þess­um hópi. Sam­kvæmt niður­stöðunum mætti því áætla að fjöldi virkra full­orðinna neyt­enda sé allt að tíu þúsund hér á landi árið 2013. Þessi hóp­ur virðist ekki hafa stækkað mikið á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu þó fleiri seg­ist hafa prófað efn­in en áður.

„Brýnt er að auka mjúk­ar aðgerðir og for­varn­ir. Fræðsla verður að vera öfl­ug þar sem efn­un­um og verk­an þeirra er lýst á yf­ir­vegaðan og for­dóma­laus­an hátt og mið tekið af öll­um áv­ana- og vímu­efn­um, ekki síst tób­aki og áfengi. Það er var­huga­vert að spyrða sam­an öll ólög­leg fíkni­efni og segja sem svo að þau séu jafn­hættu­leg. Með því væri þeim óbeinu skila­boðum komið til þeirra ung­menna sem þegar nota kanna­bis­efni, að kannski sé bara allt í lagi að prófa líka sterk­ari efni ein­sog am­feta­mín  og heróín, þetta sé allt sami graut­ur­inn. Svo er ekki þótt öll efn­in séu vara­söm,“ sagði Helgi í fyr­ir­lestri sín­um sem hægt er að lesa hér.

Marijúana er nú orðið mun algengara hér heldur en hass
Marijú­ana er nú orðið mun al­geng­ara hér held­ur en hass AFP
Nánast allt kannabis sem er á markaði á Íslandi er …
Nán­ast allt kanna­bis sem er á markaði á Íslandi er ræktað hér. AFP
Það er oft auðveldara að verða sér úti um kannabis …
Það er oft auðveld­ara að verða sér úti um kanna­bis en áfengi enda spyrja dóp­sal­ar sjald­an um skil­ríki. AFP
„Þetta er ekki skaðlaus planta held­ur raun­veru­legt fíkni­efni,
„Þetta er ekki skaðlaus planta held­ur raun­veru­legt fíkni­efni," sagði Val­gerður Rún­ars­dótt­ir yf­ir­lækn­ir á Vogi á ráðstefnu í fyrra. AFP
Neysla á kannabis getur aukið líkur á geðsjúkdómum.
Neysla á kanna­bis get­ur aukið lík­ur á geðsjúk­dóm­um. AFP
Heiðar Kristjáns­son
Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi
Val­gerður Rún­ars­dótt­ir yf­ir­lækn­ir á Vogi mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Al­geng­ast er að fólk prófi kanna­bis­efni fyrst á aldr­in­um 18–19 …
Al­geng­ast er að fólk prófi kanna­bis­efni fyrst á aldr­in­um 18–19 ára en sam­kvæmt könn­un­inni frá 2012 prófaði um 61% svar­enda kanna­bis­efni fyr­ir 20 ára ald­ur, þar af um 13% á grunn­skóla­aldri (15 ára og yngri). AFP
mbl.is