Fyrsta aftakan eftir mistökin miklu

AFP

Fyrsta aftakan fór fram í Bandaríkjunum í nótt síðan röð mistaka var gerð við aftöku í Oklahoma í apríl. Marcus Wellons var tekinn af lífi með banvænni sprautu í Georgíu.

Wellons var dæmdur til dauða fyrir að hafa nauðgað og myrt fimmtán ára stúlku árið 1999. Hæstiréttur hafnaði skömmu áður en aftakan fór fram beiðni verjenda Wellons um að veita upplýsingar um hvaðan lyfið kom sem notað var við aftökuna.

Wellson er fyrstur í röð þriggja sem verða teknir af lífi í Bandaríkjunum næsta sólarhringinn en níu aftökum var frestað eftir að mistök voru gerð við aftöku í Oklahoma þar sem fanginn sem var að taka af lífi lést úr hjartaáfalli við aftökuna.

Hann var lýstur látinn klukkan 23:56 að staðartíma, klukkan 3:56 að íslenskum tíma, rúmlega klukkustund eftir að aftakan hófst. Ekki hefur neitt verið gefið upp sem bendir til þess að eitthvað hafi mistekist við aftökuna, samkvæmt frétt BBC. 

John Winfield verður tekinn af lífi á miðnætti í Missouri en fyrr um daginn, klukkan 18 að staðartíma, verður John Ruthell Henry tekinn af lífi í Flórída.

Í Georgia og Missouri er einungis eitt lyf (sedative pentobarbital) notað við aftökur á meðan Flórída notar blöndu þriggja lyfja (midazolam hydrochloride, vecuronium bromide og potassium chloride).

mbl.is