Fundað í Fjármálaeftirlitinu

Fundurinn fer fram í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins
Fundurinn fer fram í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins mbl.is/Ómar Óskarsson

Fund­ur stend­ur nú yfir í húsa­kynn­um Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þar sem rædd­ar eru nýj­ar regl­ur Seðlabanka Íslands um gjald­eyr­is­mál. Fjár­mála­eft­ir­litið boðaði til fund­ar­ins með vá­trygg­inga­miðlur­um, vá­trygg­ingaum­boðsmönn­um og sölu­um­boðum er­lendra vá­trygg­inga­fé­laga hér­lend­is. Full­trú­ar frá Seðlabanka Íslands eru auk þess viðstadd­ir fund­inn, en hann hófst klukk­an 14.

Full­trúi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins seg­ir mark­mið fund­ar­ins vera að ræða af­stöðu Seðlabank­ans gagn­vart starf­semi vá­trygg­inga­miðlara og umboðsmanna er­lendra vá­trygg­inga­fé­laga hér­lend­is. Jafn­framt verður farið yfir það hvernig hags­mun­ir neyt­enda verði best tryggðir.

Á fund­in­um munu full­trú­ar Seðlabank­ans kynna nýj­ar regl­ur fyr­ir aðilum og svara til­fallandi spurn­ing­um er lúta að nýju regl­un­um. Fjár­mála­eft­ir­litið kom ekki að gerð hinna nýju reglna, en var hins veg­ar upp­lýst um vinnu Seðlabank­ans við þær.

Nýju regl­urn­ar hafa skapað nokkra óvissu meðal aðila með er­lend­an sparnað, en spurn­ing­um um málið var svarað í frétt mbl.is fyrr í dag.

Frétt mbl.is: Spurt og svarað um líf­eyr­is­trygg­ing­ar

mbl.is