Hvalvertíðin þykir hafa farið mjög vel af stað

Langreyður dregin á land í Hvalfirði.
Langreyður dregin á land í Hvalfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Von var á Hval 9 til Hval­fjarðar um miðnætti í gær með tvær langreyðar sem veidd­ust í fyrrinótt. Þar með voru komn­ar 13 langreyðar á land eft­ir viku­langa hval­vertíð.

„Þetta er mjög gott,“ sagði Gunn­laug­ur F. Gunn­laugs­son, stöðvar­stjóri í Hval­stöðinni, um veiðarn­ar það sem af er. Hval­ur 8 var á miðunum um miðjan dag í gær í leit að hval. Gunn­laug­ur sagði að hval­irn­ir hefðu til þessa verið mjög góðir miðlungs­hval­ir.

Ekki hef­ur viðrað vel til hval­veiða und­an­farið og skyggni verið lé­legt á hvalamiðunum. Allt bygg­ist á því á hval­veiðum að skyggni sé gott svo sjá­ist til hval­anna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: