Makríllinn er farinn að gefa sig sunnan við land

Álsey VE kemur til Vestmannaeyja.
Álsey VE kemur til Vestmannaeyja. mbl.is/Sigurgeir

„Við erum að dæla núna al­veg spriklandi drauma­makríl,“ sagði Jón Ax­els­son, skip­stjóri á Álsey VE-2, um miðjan dag í gær. Skipið var þá að veiðum um 70 sjó­míl­ur suðaust­ur af Vest­manna­eyj­um.

Rjóma­blíða var á miðunum og sagði Jón að þeir hefðu séð mikið af vaðandi mak­ríl á Kötlu­grunni í fyrrinótt. Landa átti mak­ríln­um til vinnslu í Vest­manna­eyj­um í dag.

Jóel Þórðar­son, skip­stjóri á frysti­tog­ar­an­um Guðmundi í Nesi RE-13, sagði að mak­ríll­inn væri mun fyrr á ferðinni nú en í fyrra. Þeir væru að fá fín­asta fisk miðað við árs­tíma, mak­ríll­inn hefði verið lak­ari á sama tíma í fyrra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: