Breyttar reglur „fólu ekki í sér nýja túlkun“

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Seðlabanki Íslands tel­ur rétt að árétta að nýj­ar regl­ur um gjald­eyr­is­mál sem tóku gildi hinn 19. júní síðastliðinn fólu ekki í sér nýja túlk­un eða breyt­ingu á fram­kvæmd af hálfu Seðlabank­ans. Það sé ávallt á ábyrgð söluaðila að sjá til þess að seld­ir samn­ing­ar, sama hvaða nafni þeir nefn­ast, sam­rým­ist lög­um og regl­um um gjald­eyr­is­mál.

Sem kunn­ugt er hef­ur regl­um um gjald­eyr­is­mál verið breytt þannig að sparnaður á veg­um er­lendra trygg­inga­fé­laga hef­ur verið bannaður.

Seðlabanki Íslands mun á næstu dög­um upp­lýsa vá­trygg­inga­fé­lög og söluaðila um þeirra stöðu og verður leitað leiða til þess að lág­marka hugs­an­legt óhagræði þeirra fjöl­mörgu ein­stak­linga sem gert hafa slíka samn­inga við er­lend vá­trygg­inga­fé­lög, að því er seg­ir í til­kynn­ingu Seðlabank­ans.

Seðlabank­inn ít­rek­ar enn frem­ur að ein­stak­ling­ar ættu ekki að þurfa að bregðast við að svo stöddu og að Seðlabank­inn muni leit­ast við, í kjöl­far sam­ráðs við vá­trygg­inga­fé­lög­in að upp­lýsa al­menn­ing frek­ar um stöðu mála.

Þá legg­ur Seðlabank­inn áherslu á að eiga góða sam­vinnu við viðkom­andi vá­trygg­ing­ar­fé­lög til þess að lág­marka nei­kvæð áhrif á ein­stak­linga.

Há­kon Há­kon­ar­son, eig­andi Trygg­ing­ar og ráðgjaf­ar, sem sel­ur meðal ann­ars líf­trygg­ing­ar fyr­ir Friends Provi­dent, sagði í Morg­un­blaðinu í dag það „al­ger­lega ólíðandi“ að Seðlabank­inn skuli taka sér svo lang­an tíma í að skýra út fyr­ir trygg­inga­miðlur­um hvaða samn­ing­ar sem þeir hafi gert síðan gjald­eyr­is­höft­in voru sett séu lög­leg­ir.

Til­kynn­ing Seðlabank­ans í heild sinni:

Af gefnu til­efni vill Seðlabanki Íslands ít­reka að frá inn­leiðingu fjár­magns­hafta hinn 28. nóv­em­ber 2008 hafa gjald­eyrisviðskipti og fjár­magns­hreyf­ing­ar á milli landa á grund­velli samn­inga, þar sem iðgjalda­greiðslum er varið til söfn­un­ar höfuðstóls er­lend­is að hluta eða í heild, verið óheim­il sam­kvæmt lög­um og regl­um um gjald­eyr­is­mál. Jafn­framt hef­ur Seðlabank­inn ít­rekað tekið fram að gjald­eyrisviðskipti og fjár­magns­hreyf­ing­ar á milli landa vegna vöru- og þjón­ustu­viðskipta séu heim­il. Ýmsir samn­ing­ar um trygg­ing­ar falla und­ir kaup á vöru og þjón­ustu. Hins veg­ar er nokkuð um samn­inga sem nefnd­ir hafa verið trygg­ing sem fela í sér söfn­un á höfuðstól eða sparnaði er­lend­is að ein­hverju leyti. Slík söfn­un á höfuðstól er óheim­il sem áður seg­ir. Það á við hvort held­ur um samn­inga sem eru ein­göngu sparnaðarsamn­ing­ar eða samn­inga sem eru blanda sparnaðar og hefðbund­inn­ar vá­trygg­ing­ar.

Í flokk blandaðra samn­inga hafa einnig fallið samn­ing­ar um líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu með söfn­un. Þrátt fyr­ir það ger­ir  6. mgr. 11. gr. reglna nr. 565/​2014, um gjald­eyr­is­mál, ein­stak­ling­um  sem gert hafa samn­inga við er­lend vá­trygg­inga­fé­lög um líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu með söfn­un frá 28. nóv­em­ber 2008 fram til gildis­töku regln­anna hinn 19. júní sl. kleift að standa við þá samn­inga í er­lend­um gjald­eyri. Áréttað er að með líf­trygg­ingu í þessu sam­hengi er átt við hefðbundn­ar áhættu­líf­trygg­ing­ar með söfn­un­arþætti þar sem vá­trygg­ing­ar­fjár­hæðin er óháð upp­söfnuðum höfuðstól. Til­gang­ur fram­an­greindr­ar heim­ild­ar er að tryggja að ein­stak­ling­ar geti viðhaldið líf­trygg­ing­unni þar sem erfitt gæti verið fyr­ir þá að fá sam­bæri­lega líf­trygg­ingu ann­ars staðar, t.d. vegna breytts áhættumats.

Rétt er að árétta að nýj­ar regl­ur um gjald­eyr­is­mál sem tóku gildi hinn 19. júní sl. fólu ekki í sér nýja túlk­un eða breyt­ingu á fram­kvæmd af hálfu Seðlabank­ans. Það er ávallt á ábyrgð söluaðila að sjá til þess að seld­ir samn­ing­ar, sama hvaða nafni þeir nefn­ast, sam­rým­ist lög­um og regl­um um gjald­eyr­is­mál.

Seðlabanki Íslands mun á næstu dög­um upp­lýsa vá­trygg­inga­fé­lög og söluaðila um þeirra stöðu og verður leitað leiða til þess að lág­marka hugs­an­legt óhagræði þeirra fjöl­mörgu ein­stak­linga sem gert hafa slíka samn­inga við er­lend vá­trygg­inga­fé­lög.

Seðlabank­inn ít­rek­ar enn frem­ur að ein­stak­ling­ar ættu ekki að þurfa að bregðast við að svo stöddu og að Seðlabank­inn muni leit­ast við, í kjöl­far sam­ráðs við vá­trygg­inga­fé­lög­in að upp­lýsa al­menn­ing frek­ar um stöðu mála.

Þá legg­ur Seðlabank­inn áherslu á að eiga góða sam­vinnu við viðkom­andi vá­trygg­ing­ar­fé­lög til þess að lág­marka nei­kvæð áhrif á ein­stak­linga. 

mbl.is