Nefnd metur hæfni umsækjenda

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í sam­ræmi við 2. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/​2001, hef­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðherra skipað í nefnd til að meta hæfni um­sækj­enda um stöðu seðlabanka­stjóra.

Nefnd­ina skipa Guðmund­ur Magnús­son, fyrr­ver­andi rektor Há­skóla Íslands, til­nefnd­ur af sam­starfs­nefnd há­skóla­stigs­ins, Ólöf Nor­dal lög­fræðing­ur, til­nefnd af bankaráði Seðlabanka Íslands, og Stefán Ei­ríks­son lög­fræðing­ur, sem skipaður er án til­nefn­ing­ar og er hann jafn­framt formaður henn­ar.

mbl.is