Veidd hafa verið 26 dýr

Hvalveiðiskipið Hvalur 8.
Hvalveiðiskipið Hvalur 8. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það hef­ur bara gengið vel. En er það er bræla núna þannig að þeir liggja bara í landi núna bát­arn­ir,“ seg­ir Gunn­laug­ur F. Gunn­laugs­son, stöðvar­stjóri í Hval­stöðinni, spurður hvernig hval­veiðivertíðin hafi gengið til þessa. Spá­in sé enn­frem­ur ekki góð.

Hval­veiðiskip­in hafi komið inn í gær með þrjár langreyðar. Hins veg­ar hafi þau ekki farið út aft­ur síðan. „Það eru kom­in 26 dýr,“ seg­ir Gunn­laug­ur en heild­arkvót­inn er 154 dýr. „Þetta tek­ur allt sinn tíma, við erum rétt að byrja.“

mbl.is