Margir Íslendingar kannast við það að þrá ekkert heitar en verða sólbrúnir og nýta til þess hvern sólardag meðan aðrir passa upp á sína postulínshúð og verða því ekki hrukkóttir fyrir aldur fram.
En það er ekki endilega fallegast að vera roðinn af sól, það má ekki gleyma að það er einnig eftirsóknarvert að vera eins og stundum er sagt „pale and interesting - eða fölur og áhugaverður. Mestu skiptir að húðin sé heilbrigð, sumir eru fallega dökkir frá náttúrunnar hendi, aðrir rauðbirknir með ævintýralega fallegar freknur og nokkrir í hinum föla og áhugaverða hóp. En engu skiptir hvort þið eruð fljót að taka lit eða brennið á mínútu; notið sólarvörn!
Smartland valdi nokkra Íslendinga saman á blað sem má með sanni segja að séu með fallegt hörund - á einn eða annan hátt.
Steinunn Þórarinsdóttir er með einstaklega fallega ljósa húð.
mbl.is
Yasmine Olsson matgæðingur, er með ákaflega fallega húð sem geislar af heilbrigði, enda borðar hún hollan og góðan mat.
mbl.is/Árni Sæberg
Róbert R. Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, er með þetta suðræna yfirbragð sem er sjaldgæft hér á Íslandi, en allir dáðst að.
mbl.is/Eggert Jóhannesson
Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir er sjarmatröll og með hörund sem er fullt blæbrigða.
mbl.is/Árni Sæberg
Það eru ekki allir sem bera það að vera svona dökkhærðir en keramiklistakonan Kogga gerir það því húð hennar er fögur og mátulega ljós.
mbl.is/Friðrik Tryggvason
Fótboltamaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er fjallmyndarlegur með húð sem margir eflaust öfunda hann af.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Húð sjónvarpskonunnar Ingu Lind Karlsdóttur er með mjúkum karamellutón og fallegar freknurnar skjótast stundum fram.
Fyrirsætan Anna Jia, er með ofboðslega góðan húðlit sem fer vel við svart hárið.
mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Tristan Gribbin hugleiðslukennari er með afar náttúrulegt útlit.
mbl.is/Styrmir Kári
Listamaðurinn Haraldur Jónsson er dularfullur og flottur með húð sem er "pale and interesting".
mbl.is/Árni Sæberg
Söngkonan Svala Björgvins hugsar vel um húðina á sér eins og sjá má.
Sara Reginsdóttir, flugfreyja hefur vakið athygli í mörg ár fyrir bjarta ásjónu.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir