Redford fjallar um dauðadæmdan fanga

Robert Redford
Robert Redford Af vef Wikipedia

Heimildarmynd sem framleidd er af bandaríska leikaranum og leikstjóranum Robert Redford um Breta sem hefur setið í fangelsi í tæpa þrjá áratugi verður sýnd á CNN í kvöld. Susan Sarandon er þulur í myndinni en í henni verða birt ný gögn sem benda til þess að Kris Maharaj hafi setið saklaus á dauðadeild en hann var dæmdur til dauða árið 1987. Samkvæmt vef Reprive-samtakanna þykir nánast fullvíst að Maharaj, sem er 75 ára að aldri, hafi ekki framið morðin sem hann var dæmdur fyrir.

Kris Maharaj var árið 1987 dæmdur til dauða í Miami fyr­ir morðið á Derrick og Dua­ne Moo Young. Dauðarefs­ing­unni var breytt í lífstíðardóm árið 1997. Maharaj held­ur því fram að kólumb­ísk­ir eit­ur­lyfja­barón­ar beri ábyrgð á því að hafa skotið  Dua­ne og Derrick Moo Young til bana í Miami árið 1986.

Lög­menn Maharajs segja að morðin hafi verið að und­ir­lagi Pablos Escob­ars, sem stýrði Medellin-eit­ur­lyfja­hringn­um í Kól­umb­íu en hann var skot­inn til bana af sér­sveit­um kól­umb­ísku lög­regl­unn­ar árið 1993. 

Svo virðist, eftir þeim gögn­um sem nú verða lögð fram, að Moo Youngs hafi ann­ast peningaþvætti fyr­ir kól­umb­íska eit­ur­lyfja­baróna og „týnt“ fimm millj­örðum Banda­ríkja­dala sem hann átti að koma í um­ferð lög­lega.

Í mynd Refords er meðal annars rætt við Maharaj og er það í fyrsta skipti sem bandarísk sjónvarpsstöð birtir viðtal við hann. Í myndinni kemur fram að Maharaj hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu og hafi haft staðfesta fjarvistarsönnun. Eins hafi hann staðist lygapróf. Þrátt fyrir þetta sitji hann enn í fangelsi dæmdur fyrir morð.

Í myndinni er einnig fjallað um veilur í vörn Maharajs á sínum tíma. Til að mynda voru engin vitni leidd fyrir réttinn af hálfu lögmanns hans, Erics Heldons. Vörin fólst einungis í níu orðum: „Your Honor, the defense would rest at this time.“
 
Vefur Reprive

mbl.is