24 hárprúðustu Íslendingarnir

Atli Bollason, athafnamaður er tvímælalaust einn hárprúðasti íslenski núlifandi karlmaðurinn.
Atli Bollason, athafnamaður er tvímælalaust einn hárprúðasti íslenski núlifandi karlmaðurinn. mbl.is/Styrmir Kári

Nú þegar búið er að fjalla um vel tennta Íslendinga og Íslendinga með fagra húð er ekkert nema eitt eftir til að ljúka þessum þríleik og það eru eflaust margir sem hafa beðið í ofvæni eftir þessum lista. Síðasti hlutinn inniheldur nöfn þeirra Íslendinga sem Smartlandi þykir vera með fallegasta hárið. Það skal þó tekið fram að listinn er ekki tæmandi en 24 Íslendingar voru svo heppnir að komast í úrslit.

Flestir vilja vera með heilbrigt hár og eru til margar aðferðir sem eiga að gera góða hluti fyrir hárið. Sumir segja til dæmis að það eigi alls ekki að þvo hárið á hverjum degi og einhverjar Hollywood stjörnur blanda ólífuolíu og vatni saman í brúsa og úða því í hárið kvöldið fyrir stórviðburði. Blandan er svo þvegin úr morguninn eftir til að fá glansandi fínt og heilbrigt hár. Einnig hefur því verið haldið fram að kókosolía geri kraftaverk fyrir hárið. 

Friðriki Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri er með virkilega gott hár.
Friðriki Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri er með virkilega gott hár. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Hár Högna Egilssonar söngvara er sérlega fagurt á litinn; eins …
Hár Högna Egilssonar söngvara er sérlega fagurt á litinn; eins og gull. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, er með hrokkið og vel hirt hár.
Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, er með hrokkið og vel hirt hár. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Það væri náttúrlega út í hött að birta lista með …
Það væri náttúrlega út í hött að birta lista með fallega hærðum Íslendingum og hafa Dag B. Eggertsson, borgarstjóra ekki á honum. Hárið er ekki síðra eftir að það fór að grána. mbl.is/Ómar Óskarsson
Plötusnúðurinn og viðskiptafræðineminn Natalie G. Gunnarsdóttir, er með algjörlega truflað …
Plötusnúðurinn og viðskiptafræðineminn Natalie G. Gunnarsdóttir, er með algjörlega truflað hár sem vekur athygli hvert sem hún fer. mbl.is/Rósa Braga
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður er með afar þétt hár sem …
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður er með afar þétt hár sem er ekki gefið og alltaf almennilega klippt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sveppi er án efa með draumahár margra foreldra; með ljósar …
Sveppi er án efa með draumahár margra foreldra; með ljósar englakrullur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Stelpurnar á bakvið Tulipop, Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eru …
Stelpurnar á bakvið Tulipop, Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eru báðar vel hærðar og mynda flott rautt-ljóst kombó.
Björt Ólafsdóttir þingmaður er alltaf smart og hár hennar ber …
Björt Ólafsdóttir þingmaður er alltaf smart og hár hennar ber af í þingsalnum. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Unnsteinn Manúel Stefánsson, tónlistarmaður hefur í gegnum tíðina verið óhæddur …
Unnsteinn Manúel Stefánsson, tónlistarmaður hefur í gegnum tíðina verið óhæddur við að lita það og klippa og að er altaf spennandi að fylgjast með hverju hann tekur upp á. mbl.is/Valdís Þórðardóttir
Hólmfríður Anna Baldursdóttir, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna …
Hólmfríður Anna Baldursdóttir, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, er með dökkt og fallegt klassískt hár sem tekið er eftir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Kvikmyndagerðamaðurinn Ari Alexander er með fágaða en samt hæfilega villta …
Kvikmyndagerðamaðurinn Ari Alexander er með fágaða en samt hæfilega villta greiðslu. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Baltasar Kormákur Samper leikstjóri er einn af þeim sem hefur …
Baltasar Kormákur Samper leikstjóri er einn af þeim sem hefur í gegnum tíðina verið jafntöff hvort sem hann er með sítt eða stutt hár. Hann er pottþétt líka flottur með sítt að aftan. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Ólafur Þ Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins er alltaf flottur um kollinn. …
Ólafur Þ Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins er alltaf flottur um kollinn. Stílhreinar krullur er orðið.
Hár fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar er orðið hluti af sjónvarpssögu Íslendinga. …
Hár fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar er orðið hluti af sjónvarpssögu Íslendinga. Hann er stælgæi. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson
Saga Sigurðardóttir dansari og danshöfundur fær fullt hús stiga fyrir …
Saga Sigurðardóttir dansari og danshöfundur fær fullt hús stiga fyrir hárið. Hún er með afskaplega fallega rauðan hárlit. mbl.is/Árni Sæberg
Gréta Mjöll Samúelsdóttir, söngkona er með afskaplega sítt og silkimjúkt …
Gréta Mjöll Samúelsdóttir, söngkona er með afskaplega sítt og silkimjúkt ljóst hár sem margar konur öfunda hana eflaust af. mbl.is/Þórður
Páll Bergþórsson veðurfræðingur og rithöfundur ber af með sína virðulega …
Páll Bergþórsson veðurfræðingur og rithöfundur ber af með sína virðulega og fáguðu greiðslu. Glæsilegur maður hann Páll.
Daníel Bjarnason tónskáld er jafnan ekki síður vel greiddur en …
Daníel Bjarnason tónskáld er jafnan ekki síður vel greiddur en hærður. mbl.is/Styrmir Kári
Unnur Þóra Jökulsdóttir rithöfundur er með sítt hár sem fer …
Unnur Þóra Jökulsdóttir rithöfundur er með sítt hár sem fer henni vel og er smart. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benendiktssonar er með dökkt hár …
Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benendiktssonar er með dökkt hár og flotta sídd á því og klippingu. mbl.is/Árni Sæberg
Þorgerður Þórhallsdóttir listakona er með ljósa slöngulokka, sem eru áberandi …
Þorgerður Þórhallsdóttir listakona er með ljósa slöngulokka, sem eru áberandi flottir. mbl.is(Eggert Jóhannesson
mbl.is