Hið árlega Húkkaraball, sem haldið er í Vestmannaeyjum á fimmtudeginum fyrir verslunarmannahelgina, verður haldið í Fiskiðjusundi, líkt og á síðasta ári. Þar áður hafði ballið í áraraðir verið haldið innanhúss. Í ár verður það Páll Óskar sem sér um tónlistina á ballinu.
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók málið fyrir á fundi sínum í vikunni og samþykkti staðsetninguna.
Sjá frétt mbl.is: Húkkaraball haldið úti